ÁTVR er stolt af af því að geta státað að titlinum Heilsueflandi vinnustaður, sem er sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsfólks og samfélagsins. Leitað er leiða til að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi, hvetja til virkrar þátttöku og stuðla að þroska og vellíðan einstaklingsins.
Um er að ræða heildræna nálgun sem hefur það að markmiði að stuðla að betri heilsu og vellíðan fólks á vinnustöðum. Viðmiðin eru unnin af VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlitinu, en þau eru yfirgripsmikil og byggja á rannsóknum, fyrirmyndum erlendis frá og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Á Heilsueflandi vinnustað er lögð áhersla á:
- Hollt mataræði
- Stjórnunarhætti sem styðja við heilsueflingu
- Vellíðan starfsfólks
- Starfshætti sem stuðla að vellíðan og hæfilegu álagi
- Hreyfingu og útiveru eftir því sem við á
- Öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi
- Áfengis-, tóbaks- og vímuefnalausan vinnustað
- Umhverfisvernd
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefnum heilsueflandi.is.