ÁTVR heilsueflandi vinnustaður 2025

06.10.2025

ÁTVR er stolt af af því að geta státað að titlinum Heil­sue­flan­di vin­nus­taður, sem er sameigin­legt verkefni vin­nu­vei­t­en­da, starfs­fólks og sam­félagsins. Leitað er leiða til að bæta vin­nuskip­u­lag og vin­nu­umhver­fi, hvetja til virkrar þátt­töku og stuðla að þros­ka og vel­líðan ein­stak­lingsins.

Um er að ræða heildræna nálgun sem hefur það að markmiði að stuðla að betri heilsu og vellíðan fólks á vinnustöðum.  Viðmiðin eru unnin af VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlitinu, en þau eru yfirgripsmikil og byggja á rannsóknum, fyrirmyndum erlendis frá og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Á Heilsueflandi vinnustað er lögð áhersla á:

  • Hollt mataræði
  • Stjórnunarhætti sem styðja við heilsueflingu
  • Vellíðan starfsfólks
  • Starfshætti sem stuðla að vellíðan og hæfilegu álagi
  • Hreyfingu og útiveru eftir því sem við á
  • Öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi
  • Áfengis-, tóbaks- og vímuefnalausan vinnustað
  • Umhverfisvernd

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefnum heilsueflandi.is.