Fréttir

Vínbúðir lokaðar vegna ófærðar

28.10.2025

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun og appelsínugula veðurviðvörun frá kl. 17:00 á höfuðborgarsvæninu, Suðurlandi og Faxaflóa og fólk eindregið hvatt til að halda sig heima og vera alls ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Ljóst er að ekki verður hægt að halda öllum Vínbúðum opnum svo hægt sé að tryggja að starfsfólk komist öruggt heim. Eftirfarandi búðir loka því fyrr en hefðbundið er:

Kvennaverkfall 24. október

23.10.2025

Föstudaginn 24. október 2025 eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf eins og konur gerðu árið 1975. Hjá Vínbúðunum vinnur starfsfólk sem tekur þátt í baráttu um jafna stöðu kynja og því má búast við skertri þjónustu að einhverju leyti.
Vinbúðin Smáralind lokar kl. 13:00, en aðrar Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu verða opnar, þó með hugsanlega minna þjónustustigi en hefðbundið er.

Uppfærsla í Vefbúð

16.10.2025

Uppfært: Vefbúðin hefur verið opnuð aftur eftir uppfærslu.
Vegna uppfærslu tölvukerfis verður takmörkuð þjónusta á vinbudin.is frá kl.16 föstudag til sunnudags. Ekki verður hægt að versla í Vefbúð, skoða stöðu á gjafakortum eða skoða ítarupplýsingar um vörur s.s. hvar varan fæst, birgðastöðu og fleira. Unnið verður að því að opna vefinn eins fljótt og hægt er. Við þökkum skilninginn.

Jólabjórinn 2025

15.10.2025

Sala jólabjórs og annarra jólavara hefst í Vínbúðunum 6. nóvember. Viðskiptavinir bíða jafnan spenntir eftir þessum árlega viðburði, enda margir áhugasamir um þá flóru sem í boði verður.

ÁTVR heilsueflandi vinnustaður 2025

06.10.2025

ÁTVR er stolt af af því að geta státað að titlinum Heil­sue­flan­di vin­nus­taður, sem er sameigin­legt verkefni vin­nu­vei­t­en­da, starfs­fólks og sam­félagsins. Leitað er leiða til að bæta vin­nuskip­u­lag og vin­nu­umhver­fi, hvetja til virkrar þátt­töku og stuðla að þros­ka og vel­líðan ein­stak­lingsins.

ÁTVR í hópi átta bestu í sjálfbærni

29.09.2025

Sjálfbærnivísir PwC er árlegt yfirlit um hvernig sjálfbærnistarfi 50 af stærstu fyrirtækjum Íslands vindur fram með sérstakri áherslu á loftslagsmál. Í ár er ÁTVR eitt af þeim átta fyrirtækjum sem tókst að sýna fram á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá eigin starfsemi og virðiskeðju. Árið 2018 fór ÁTVR að birta upplýsingar á vöruspjaldi flestra vara á vinbudin.is um áætlað kolefnisspor umbúða, en umbúðir eiga stærsta hluta kolefnissporsins.

Sala hefst á októberbjór

18.09.2025

Salan á októberbjór hefst fimmtudaginn 18. september og sölutímabilið stendur til 31. október. Alls er von á 18 tegundum þetta ár og hægt er að leita að viðkomandi tegund í vöruleitinni til að sjá í hvaða Vínbúðum hún fæst.

Þorgerður tekur við sem forstjóri

01.09.2025

Þorgerður Kristín Þráinsdóttir tók við sem forstjóri ÁTVR í dag, 1. september, af Ívari J. Arndal sem gegnt hefur starfinu í 20 ár. Um leið og við þökkum Ívari fyrir farsælt samstarf bjóðum við Þorgerði velkomna til starfa.

Bjór og grill

01.09.2025

Bjórinn hefur löngum verið vinsæll með grillinu og hann getur alveg átt vel við. Hér eru nokkrar klassískar tillögur af matarpörunum með bjórnum. Einnig er mikið úrval af mjög góðum óáfengum bjór til víða og þannig alveg hægt að vera með í stemmningunni og keyra heim!

Innköllun á Lenz Moser Selection

28.08.2025

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Lenz Moser Selection, Chardonnay hvítvíni, vegna aðskotarhlutar sem fannst í einni flösku. Hugsanlega er um glerbrot að ræða. Innflytjandi hefur innkallað vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.