Bjórinn hefur löngum verið vinsæll með grillinu og hann getur alveg átt vel við. Hér eru nokkrar klassískar tillögur af matarpörunum með bjórnum. Einnig er mikið úrval af mjög góðum óáfengum bjór til víða og þannig alveg hægt að vera með í stemmningunni og keyra heim!
Það þarf varla að kynna humla til leiks fyrir þá sem hafa kafað ofan í bjórheiminn en fyrir hina, þá eru humlar eitt af fjórum nauðsynlegum hráefnum til bjórgerðar.
Gjafakortin er hægt að nota í öllum Vínbúðum og einnig hægt að kaupa þau þar.
Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...
Hér leitum við að einhverju sem er líkt réttinum. Þar sem hann er frekar sætur er gott að velja sæt vín. Gæti verið skemmtilegt að velja eitthvað smá freyðandi. Einnig gæti verið skemmtilegt að nota kirsuberjavín eða recioto frá Valpolicella.
Með einni ákvörðun getur það sem upphaflega átti að gera góðan gleðskap betri leitt af sér hörmungar og ævarandi iðrun. Hér er verið að tala um það þegar menn setjast undir stýri eftir neyslu áfengis...