Nú er ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum framundan, en margir viðskiptavinir leggja leið sína til okkar fyrir verslunarmannahelgi. Á síðasta ári komu rúmlega 130 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í vikunni fyrir verslunarmannahelgi og alls seldust rúmlega 700 þúsund lítrar af áfengi. Allt kapp er lagt á að taka vel á móti viðskiptavinum svo allt gangi sem best fyrir sig, en fyrir þá sem vilja forðast raðir er gott að huga að því að vera tímanlega. Gott ráð er að kíkja við fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins.
Ég grilla mikið af kjöti, fiski og pylsum á sumrin og þar af leiðandi vel ég drykkina eftir því. Þessa dagana er ég að vinna með austurrísk vín sem geta verið mjög skemmtileg, bæði rauð og hvít.
Gjafakortin er hægt að nota í öllum Vínbúðum og einnig hægt að kaupa þau þar.
Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...
Risotto er að uppruna ítalskur réttur en byggotto er íslenskuð útgáfa. Frískt ítalskt hvítvín hentar því vel. Með þessum rétti passa einnig léttir ferskir IPA bjórar eða aðrir bjórar með afgerandi sítrustóna.
ESPAD (The European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs) er sam-Evrópsk rannsókn, gerð á 4 ára fresti, sem skoðar áfengis- og vímuefnanotkun ungmenna (15-16 ára)...