Lýsing
Ljósjarðarberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Jarðarber, hindber, blómlegt. Sjá meira
Bragðflokkur: Ósætt
Rósavín eru mjög fjölbreytt, en flest í ósætari kantinum með ríkan keim af ávöxtum. Í þessum flokki
eru líka blush-vín sem eru oftast millisæt, ávaxtarík og létt í alkóhóli.
Litur rósavíns er misdökkur og ræðst hann af því hversu lengi vínið var með hýðinu og er styrkleikinn þá allt frá ljósum og yfir í dökkrauðan blæ.
Rósavín hentar vel í móttökur eða bara eitt og sér í góðra vina hópi. Þau eiga vel með léttari mat s.s. salati, fiski, pizzu, pasta og ljósu kjöti.
Þurrt rósavín er best borið fram kælt í 10-12°C. Sætari rósavínin mega vera kaldari, eða um 8-10°C. Vín við stofuhita þarf um það bil 2-3 tíma í kælingu. Sjá minna