Bragðlýsing
Ljósgullinn. Ósætur, léttur, lítil beiskja. Sætkenndir korntónar, blómlegur.
Undirflokkur - Kölsch
Bjórstíll upprunalega frá Köln í Þýskalandi. Kölsch hafa yfirleitt fínlegan, mjúkan maltkarakter, meðalbeiskju og þurra endingu.
Yfirflokkur - Þýskt öl
Þekktastir eru Altbier frá Dusseldorf og Kölsch frá Köln. Báðir þessir stílar eru lageraðir/geymdir á tönkum í nokkrar vikur áður en þeir eru settir á markað og eru kallaðir obergaerige lagerbier eða yfirgerjaður lagerbjór af heimamönnum. Hitastig gerjunar er ekki alveg nægilega hátt til þess að skila af sér eins ávaxtaríkum einkennum eins og þekkist í öðru öli, og einkennast því þessir bjórar því frekar af maltinu og humlunum sem notast er við. Af þessum tveimur stílum er Kölsch ljósari að lit og fínlegri á meðan Altbier er dekkri, maltaðri og beiskari. Algengur vínandastyrkur er 4,5% til 5,5%.
Bjórar í þessum flokki henta oftast vel með eftirfarandi matarflokkum:
Bjórar í þessum flokki eru bestir framreiddir við um 4-7°C