Bragðlýsing
Föllímónugrænt. Létt fylling, hálfsætt, sýruríkt, kolsýrukítl. Græn epli, ferskja, límóna, steinefni, hundasúra.
Bragðflokkur: Létt og millisætt
Vín í einfaldari kantinum sem renna ljúflega niður og njóta sín
best þegar þau eru ung, til dæmis Torrontes og Pinot Grigio.
Hér er um að ræða vín sem henta vel í móttökur og léttan pinnamat. Þessi vín eru góð með grænmetisréttum og léttari mat.
Hvítvín eru best kæld í 10-12°C. Sætari hvítvín má bera fram kaldari. Vín við stofuhita þarf um það bil 2 tíma í kælingu.