Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Volg súkkulaðikaka

Þessi uppskrift er frá:
Krúska

  • 250 g sykur
  • 150 ml vatn
  • 400 g súkkulaði
  • 250 g smjör
  • 4 stk. egg
  • 4 msk. hveiti

Sykur, vatn og smjör er soðið saman í potti. Súkkulaði bætt í heitan vökvann og látið bráðna. Eggjunum er hrært út í einu í einu. Að lokum er hveitið sigtað í vökvann og öllu hrært saman. Deigið er sett í eitt stórt kökuform og bakað við 160°C í 40 mín. Fallegt er að sigta flórsykur yfir kökuna þegar hún er fullbökuð. Borin fram volg með rjóma eða ís og skreytt með berjum.

 

 

Þessi uppskrift var sett inn í tilefni þemadaganna "Lífrænir dagar" í Vínbúðunum. Hér er valið einfalt.  Lífrænt eftirréttavín og láta eigin smekk ráða því hvort það er rautt eða hvítt. Einnig er hægt að finna sína eigin samsetningu í vöruleitinni.

 

Uppskriftin er frá: Krúska