Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Risarækjur með ananas- og avókadó salati

Þessi uppskrift er frá:
Krúska

  • 24 stk. risarækjur
  • ½ stk. ananas
  • 2 stk. avókadó
  • 2 msk. kapers
  • ¼ stk. rauðlaukur
  • ½ búnt ferskt kóríander
  • ¼ stk. chili
  • ¼ stk. engifer
  • 2-3 hvítlauksgeirar

Hvítlaukur og engifer er maukað í matvinnsluvél með smá olíu. Risarækjurnar eru látnar liggja í blöndunni í 10 mín. og síðan eru þær grillaðar í ca 2-3 mín. á hvorri hlið. Ananas, avókadó, kapers, rauðlaukur, chili og ferskt kóríander er skorið frekar smátt og blandað saman. Gott er að bæta við smá salti.

Þessi uppskrift var sett inn í tilefni þemadaganna "Lífrænir dagar" í Vínbúðunum. Rétturinn hentar vel með lífrænu hvítvíni og velja þá vín sem er ferskt og sýruríkt, en ferskt freyðivín á einnig vel við. Einnig er hægt að finna sína eigin samsetningu í vöruleitinni.

 

Uppskriftin er frá: Krúska