Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Piri piri lax með kúskús og sætum kartöflum

Þessi uppskrift er frá:
Krúska

Piri piri kryddlögur

 • 6 stk. ferskur chili
 • 2 stk. hvítlaukur
 • 1 tsk. oregano
 • 50 ml ólífuolía
 • 1 msk. rauðvínsedik
 • ¼ tsk. salt

Hvítlaukur er bakaður ásamt chili í ofni við 180°C í 10 mín. Allt sett í matvinnsluvél og maukað saman.


LAXINN

 • 600 g lax

Laxinn er  hreinsaður og skorinn í 150 g bita. Piri piri kryddleginum er smurt á laxinn og hann bakaður í ofni við 200°C í 8 mín.

KÚSKÚS

 • 2 bollar kúskús
 • 2 msk. kummin, malað
 • 2 msk. kóríander, malað
 • 1 msk. ólífuolía
 • 1 lúka ferskt kóríander, saxað
 • 1 stk. sæt kartafla
 • ¼ tsk. salt

 
Sæta kartaflan er afhýdd og skorin í teninga, bökuð í ofni með smá olíu við 180°C í ca 15 mín. Kúskús er blandað saman við kummin, kóríander, ólífuolíu og smá salt. Síðan er sjóðandi vatni hellt yfir blönduna, lok sett á og látið standa í ca 10 mín. 
Loks er sætu kartöflunum og fersku kóríander blandað saman við kúskús.

Þessi uppskrift var sett inn í tilefni þemadaganna "Lífrænir dagar" í Vínbúðunum. Rétturinn hentar vel með lífrænu hvítvíni sem er létt með smá sætu.  Lífrænt rósavín er einnig hentugt með þessum rétti.  Einnig er hægt að finna sína eigin samsetningu í vöruleitinni.

 

Uppskriftin er frá: Krúska