Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ostakaka

Fyrir 12

1 kg rjómaostur  
480 rjómi 
7 egg 
420 g sykur 
60 g hveiti 
Hindber 

Aðferð

Hyljið 28x7 cm smelluform með tveimur lögum af smjörpappír. Hitið ofninn í 220°C og stillið á blástur. Setjið rjómaostinn í hrærivél ásamt sykrinum og hrærið vel saman, bætið eggjunum út í, einu í einu. Gott er að nota sleikju til að ná úr botninum. Setjið þá rjómann saman við og að lokum er hveitinu blandað við. Hellið soppunni í formið, setjið í vel heitan ofninn og bakið í u.þ.b. 50 mín. Látið kólna að stofuhita í 2-3 klst. Gott að bera fram með ferskum hindberjum.

 

Þessi uppskrift var sett inn í tilefni rósavínsþema í Vínbúðunum. Rétturinn hentar vel með sætu eða millisætu rósavíni. Einnig er hægt að finna sína eigin samsetningu í vöruleitinni.
 

Uppskriftin er frá:
 Marshall

Leifur Kolbeinsson
Leifur Kolbeinsson, matreiðslumaður og höfundur uppskriftar