Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Nautasalat með parmesan

Þessi uppskrift er frá:
Krúska

  • 600 g nautakjöt
  • 2 pokar klettasalat
  • Parmesan
  • Balsamedik eftir smekk 

Nautakjötið er skorið í strimla og steikt á pönnu með smá salti og pipar. Balsamediki bætt á pönnuna og látið sjóða í ca 1-2 mín. Nautakjötið tekið af pönnunni og balsamedikið soðið niður um helming. Klettasalatið er sett á disk, nautakjötinu og balsamedikinu dreift yfir. Loks er parmesan rifinn með ostaskera yfir salatið.

 

Þessi uppskrift var sett inn í tilefni þemadaganna "Lífrænir dagar" í Vínbúðunum. Rétturinn hentar vel með lífrænu rauðvíni í léttari kantinum.  Sérstaklega þau með sætuvotti (smásætt).  Einnig er hægt að finna sína eigin samsetningu í vöruleitinni.

 

Uppskriftin er frá: Krúska