Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Humar crudo

VON mathús

Uppskriftin miðast við fjóra

 

  • 400g skelflettur humar  
  • 100g heslihnetur  
  • 1-2 blöð nori sjávarþang  
  • 1 stk. greip  
  • 2 stk. límóna 
  • 100 ml kaldpressuð repjuolía  

 

  

Aðferð: 

Humarinn er skorinn fínt með hníf og skipt í fernt og settur á milli tveggja arka af bökunarpappír og flattur út gott að nota kökukefli, næst settur á disk flattur út og saltaður létt, síðan hellt vinagrettunni yfir ásamt greip bitum, hnetum og nori. Gott er að rista noriið á grilli eða pönnu og skera síðan. 

 

Þessi uppskrift er frá VON mathúsi

 

VÍNIN MEÐ:

Með þessum humarrétti parast fínlegur og óeikaður Chardonnay vel, til dæmis frá svæði eins og Chablis í Frakklandi.