Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Grilluð rækju-ostasamloka

VON mathús

Uppskriftin miðast við fjóra

 

  • 8 stk. brauðsneiðar 
  • 200 g smjör (mjúkt) 
  • 500 g Tindur ostur 
  • 500 g forsoðnar rækjur 
  • Mæjónes 1 krukka 

Aðferð: 

Brauðið er smurt með smjöri öðru megin en mæjónesi hinu megin. Osturinn er skorinn í sneiðar (hægt er að leika sér með tegund af osti) og lagður á brauðið jónes megin, rækjur settar á (gott er að krydda þær til með salti og pipar) og sett saman sem samloka. Samlokan er því næst steikt á pönnu á báðum hliðum, óþarfi að bæta við olíu því smjörið nægir, þar til brauðið er gullið og stökkt og ostur bráðinn, gott er að þrýsta ofan á með spaða eða einhverju tiltæku. 

 

Þessi uppskrift er frá VON mathúsi

 

VÍNIN MEÐ:

Með þessum rétti parast vel Riesling, jafnvel með örlítilli sætu, en einnig gætu ítalskur Pinot Grigio eða Soave sem og Austurrískur Grüner Veltliner hentað vel.