
Fyrir 4
4 bleikjuflök, roð- og beinhreinsuð, u.þ.b. 180 g hvert flak
1 stk. fennel, kjarnhreinsað og þunnt sneitt
1 rauð paprika, kjarnhreinsuð og þunnt sneidd
1 stk. grænn kúrbítur, þunnt sneiddur
1 búnt vorlaukur, skorinn í grófa bita
½ búnt steinselja, söxuð
1 hvítlauksrif, saxað
1 tsk. chiliflögur (val)
1 sítróna í þunnum sneiðum
4 greinar rósmarín
8 msk. ólífuolía
Safi úr 1 sítrónu
Salt og pipar
Aðferð:
Útbúið 4 arkir af bökunarpappír, 60x60 cm
Blandið saman öllu grænmetinu, ásamt hvítlauk, steinselju, chili, dálitlu salti og ólífuolíu. Skiptið því jafnt í fjóra hluta og komið fyrir á öðrum helming smjörpappírsins (svo passi undir fiskinn). Setjið bleikjuflökin ofan á grænmetið, raðið 2 sítrónusneiðum á hvert flak ásamt 1 grein af rósmarín. Kryddið með salti og pipar, skvettu af ólífuolíu og 1 msk. af sítrónusafa.
Uppskriftin kemur frá veitingastaðnum Essensia.