Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Uppskriftir

Uppskriftir

Grillaður humar í taco-skel, með hvítlauks-kóríander-sósu, döðlum, og sultuðum rauðlauk

21.06.2017

Kremjið hvítlauk og setjið í olíu, gott er að gera þetta deginum áður. Pillið humarinn og hreinsið. Veltið honum upp úr hvítlaukolíu. Hitið grillið vel og grillið humarinn á bakinu í u.þ.b. 3-4 mínútur. Saltið og penslið með hvítlauksolíu.

Skelfisksúpa með grilluðum tígrisrækjum og bláskel

21.06.2017

Skerið allt grænmetið niður, setjið í pott og steikið við vægan hita. Setjið þá bláskelina út í pottinn, ásamt hvítvíni. Sjóðið í..

Skelfisksalat með humri, hörpuskel & tígrisrækjum

21.06.2017

Kremjið hvítlaukinn og setjið í olíu, þetta er gott að gera deginum áður. Veltið skelfisknum upp úr dálítilli hvítlauksolíu. Hitið pönnu og steikið skelfiskinn í u.þ.b. 4 mínútur. Smakkið til með hvítlauksolíu, salti og pipar.

Grilluð bleikja með piparrótarsósu, sýrðum lauk, stökku rúgbrauði og kartöflum

21.06.2017

Beinhreinsið bleikjuna og skerið flökin í hæfilega stóra bita. Hitið grillið mjög vel. Grillið svo bleikjuna á roðhliðinni í u.þ.b. 5 mín. með grillið lokað. Takið bleikjuna af grillinu, kryddið með salti og pipar og kreistið safann úr einni sítrónu yfir bleikjuna í lokin.

Hvítsúkkulaðimús með hindberjum og sítrónumarens

21.06.2017

Bræðið súkkulaði. Blandið eggjum og sykri saman, þeytið í froðu og blandið síðan saman við súkkulaðið. Hitið rommið og látið matarlímið leysast upp í því. Blandið öllu saman með sleikju. Í lokin er léttþeyttum rjóma blandað varlega saman við með sleikju.

Ostakaka

01.05.2017

Hyljið 28x7 cm smelluform með tveimur lögum af smjörpappír. Hitið ofninn í 220°C og stillið á blástur. Setjið rjómaostinn í hrærivél ásamt sykrinum og hrærið vel saman, bætið eggjunum út í, einu í einu.

Gullkarfa-crudo með blóðappelsínu, sítrónu og lambasalati

01.05.2017

Raðið þunnt skornum gullkarfanum á disk, kryddið með salti og pipar. Raspið börk af sítrónu og blóðappelsínu yfir fiskinn með fínu rifjárni. Kreistið sítrónu- og blóðappelsínusafa yfir fiskinn, dreypið ólífuolíunni yfir hann, raðið svo lambasalati á diskinn og berið fram.

Grillaður skötuselur með kremuðu svartkáli og ferskum aspas

01.05.2017

Steikið svartkálið, ásamt hvítlauk, í smjörinu á pönnu í 2-3 mín. Hellið rjómanum yfir og sjóðið í 5-8 mín. eða þangað til að rjóminn þykknar. Kryddið með safa úr ½ sítrónu, salti og pipar...

Grillað romaine með döðlusósu, furuhnetum og geitaosti

01.05.2017

Setjið döðlur, bláber, vatn og rósavín í pott. Sjóðið í 10 mín., blandið síðan vel í matvinnsluvél. Smakkið til með salti og sítrónusafa og geymið þar til sósan er stofuheit. Þá er kálið grillað í ca 3-4 mínútur á hvorri hlið og síðan kryddað með salti og pipar. Sósan er sett á diskana, grillað kálið þar ofan á, geitaosti og furuhnetum stráð yfir og ólífuolíu dreypt yfir í lokin.

Nautasalat með parmesan

30.06.2016

Nautakjötið er skorið í strimla og steikt á pönnu með smá salti og pipar. Balsamediki bætt á pönnuna og látið sjóða í ca 1-2 mín...