Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Uppskriftir

Uppskriftir

Risarækja á spjóti með Middle East sósu (Tapas)

27.08.2009

Risarækjan skelflett og þrædd uppá lítil spjót og steikt á pönnu (grilluð), krydduð með salti og pipar. Engiferrótin er skorin í skífur þvert á þræðina. Allt hráefnið nema olían er maukað vel...

Kengúra á sanfainabeði (Tapas)

27.08.2009

Grænmetið er skorið í grófa strimla og sett á olíuborna ofnskúffu inn í ofn við 160˚C í 15 mínútur. Hrært upp með kryddjurtunum tómötunum og smakkað til með kjúklingakrafti, salti og pipar...

Grilluð nautalund - með basil pestó (Tapas)

27.08.2009

Hluti af nautalund er grillaður (að smekk). Kryddjurtirnar eru maukaðar í matvinnsluvél, olíunni og limesafanum bætt við. Næst er parmesan ostinum og furuhnetunum bætt við, en...

Saltfiskur með Chorisodöðlumauki (Tapas)

27.08.2009

Allt hráefnið er sett í pott og soðið við vægan hita í 2 klst. Að því loknu er sósan maukuð með töfrasprota og smökkuð til með salti og pipar.

Kjúklingabaunir með ananas og jarðhnetum

27.08.2009

Sjóðið baunirnar. Svitið lauk í potti ásamt tímjan, hvítlauk, chilli og engifer. Þegar laukurinn er orðinn glær er ananassafanum bætt útí og hann soðinn niður til helminga, þá er kókosmjólk ...

Thai karrí

27.08.2009

Svitið laukinn á pönnu í lítilli olíu, bætið ristuðu og möluðu fræjunum útí ásamt turmerik og svörtum pipar. Setjið útí kókosmjólkina ásamt tómatpúrre, lemmon gras, engifer, hvítlauk og lime (byrjið á rífa börkinn með rifjárni og kreistið safann úr). Setjið fínsaxað chilli...

Eggaldin rúlla

27.08.2009

Eggaldin er skorið í flunnar sneiðar, velt uppúr olíu, salti, pipar og tímjani og bakað við 200°C í um 10 mín. Skrælið sætu kartöfluna og skerið í kubba og annað hvort bakið eða sjóðið þar til hún er orðin meyr...

Villisveppa Risotto

27.08.2009

Hitið olíuna í góðum potti og svitið laukinn (má ekki brúnast). hellið yfir hrísgrjónunum og hitið saman og hrærið stöðugt í ca.1 mín. Hellið ¼ af heitu soðinu út í og látið malla þar til grjónin hafa tekið í sig soðið...

Pizza alla casa

27.08.2009

Blandið saman gerinu og sykrinum í skál. Hellið volgu vatninu saman við gerblönduna og hrærið þar til gerið er uppleyst. Bætið hveitinu smátt og smátt út í vökvann og hrærið vel með sleif þar til deigið loðir vel saman og er orðið að kúlu í skálinni...

Pina colada ávaxtasalat

27.08.2009

Hakkið hneturnar gróft niður og ristið þær síðan á þurri pönnu þar til þær taka smá lit. Leggið þær til hliðar og leyfið þeim að kólna. Skerið banana og papaya í bita og veltið upp úr lime safanum...