Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Uppskriftir

Uppskriftir

Lambaborgari

23.08.2019

Blandið saman hakki, eggjum, brauðraspi, sinnepi, tómatsósu, dilli og Worcestershire sósu í skál. Kryddið með salti og pipar. Mótið í fjóra jafn stóra hamborgara. Grillið á miðlungsheitu grilli í 6-8 mínútur á hvorri hlið.

Grillaðar lambalundir með rauðlauk

23.08.2019

Blandið saman BBQ-sósu, sojasósu, ólífuolíu, fínt skornum hvítlauk og sesamfræjum í skál. Skerið lambalundirnar í bita og hellið marineringunni yfir kjötið

Karamellu-brownie

28.02.2019

Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið eggjum, bræddu smjöri og vanilludropum saman við. Setjið deigið í form og bakið við 170°C í 15 mínútur.

Grillaður lax með kremaðri steinseljurót, kryddjurtasalati og grískri jógúrtsósu

28.02.2019

Skrælið steinseljurótina og skerið í bita, setjið í pott ásamt rjómanum og fyllið upp með vatni þannig að það fljóti yfir rótina. Sjóðið þar til mjúkt. Steinseljurótin er sigtuð frá, sett í matvinnsluvél ásamt smjörinu og maukuð í fínt mauk. Smakkið til með salti.

Taco með grísahnakka, mangósalsa og avókadómauki

28.02.2019

Kryddið grísahnakkana með þurrkryddinu á alla kanta og leyfið að standa í að minnsta kosti 15 mín. Grillið kjötið þangað til það er fulleldað.

Hamborgarar með relish og chili-trufflu-bearnaise

28.02.2019

Skerið laukinn fínt og súru gúrkurnar í sömu stærð. Steikið laukinn á pönnu þangað til hann er orðinn glær og mjúkur en alls ekki brúnaður. Hrærið öllu saman í skál og kælið.

Kjúklingavængir

28.02.2019

Kjúklingavængirnir eru teknir úr saltvatninu og þerraðir dálítið áður en þeir eru settir í deigið til djúpsteikingar. Steikið vængina, nokkra í einu, í 160°C heitri olíu í 4-5 mín. eða þangað til að þeir taka á sig smá lit. Setjið á viskustykki til að þerra. Steikið vængina aftur í 180°C heitri olíu þar til þeir verða gullnir á lit. Setjið þá síðan beint í sósuna og blandið öllu vel saman. Setjið í skál og skreytið með ristuðum sesamfræjum og fínt skornum vorlauk.

Nautaspjót „Bulgogi“ með Kimchi

28.02.2019

Allt hráefni í marineringuna er maukað saman í matvinnsluvél og smakkað til með pipar. Marinerið kjötið í 1 klst. og grillið síðan. Borið fram með hrísgrjónum og Kimchi.

Ólífuolíu-eplakaka með rjóma

20.08.2018

Blandið saman hveiti, salti, lyftidufti og leggið til hliðar. Þeytið saman egg og sykur þar til ljóst og létt. Bætið mjólk og ólífuolíu út í. Hrærið hveitiblönduna hægt saman við.

Nautatartar á ristuðu súrdeigsbrauði

20.08.2018

Þekið kjötið með kryddinu og setjið í kæli í 1-2 klst. Skolið kjötið með köldu vatni og þerrið síðan vel með pappírsþurrkum eða viskustykki. Skerið nautakjötið í eins litla teninga og hægt er.