Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Austurlenskt lamb

með bökuðum gullosti og salthnetum

Fjöldi
6
Innihaldsefni 1,2 kg lambafillet, fituhreinsað MARINERING 1 msk. matarolía 2 stk. hvítlauksgeirar, fínt saxaðir 50 g laukur, fínt saxaður 1 dl rauðvín 1,5 dl sæt chili-sósa ½ dl worcester-sósa 2 msk. púðursykur Salt og pipar 1 tsk. villijurtablanda frá Pottagöldrum ENGIFERKRYDDUÐ LAMBASÓSA 6 dl lambakjötssoð (eða vatn og teningar) 2 dl rauðvín 2 tsk. smátt saxaður engifer 2 msk. marinering Sósujafnari BAKAÐUR GULLOSTUR MEÐ SÆTU MANGÓ OG SALTHNETUM 2 stk. gullostur 6 msk. sætt mangó-chutney 100 g salthnetur BAUNASPÍRU-, SPÍNAT- OG GRÆNBAUNASALAT 150 g baunaspírur 150 g spínat 200 g sykurbaunir 100 g vorlaukur, skorinn í sneiðar 2 msk. olía 1 tsk. salt 1 tsk. sykur
Aðferð

MARINERING

 1. Blandið öllu saman.
 2. Takið frá 2 msk. af marineringu til að nota í sósuna.
 3. Látið lambið marinerast í u.þ.b. 3 klst.
 4. Þerrið marineringuna af kjötinu og brúnið það á pönnu.
 5. Steikið við 175°C í 12-16 mínútur, allt eftir þykkt kjötbitans.

 

ENGIFERKRYDDUÐ LAMBASÓSA

Látið suðuna koma upp á lambakjötssoðinu ásamt engifer og rauðvíni. Látið sjóða í 12-15 mínútur og bætið síðan 2 msk. af marineringu saman við. Bragðbætið með kjötkrafti og þykkið.

 

BAKAÐUR GULLOSTUR MEÐ SÆTU MANGÓ OG SALTHNETUM

 1. Skerið gullostinn í 6 bita hvorn fyrir sig.
 2. Raðið í form og stráið salthnetum yfir.
 3. Smyrjið síðan með mangó-chutney og bakið með lambinu.

 

BAUNASPÍRU-, SPÍNAT- OG GRÆNBAUNASALAT

 1. Skerið sykurbauninar í bita, saxið vorlaukinn og hreinsið spínatið.
 2. Setjið olíu á pönnuna og steikið saman baunir og vorlaukí 1 mínútu, bætið út í baunaspírum, spínati og loks salti og sykri. 
 3. Veltið vel saman og berið fram heitt.


VÍNIN MEÐ
Kryddið og sætan leiða okkur til dæmis að suður-frönskum rauðvínum sem henta vel með þessum rétti.

 

Frá þemadögunum 'Ostaveisla'- september 2008 (PDF) Uppskrift fengin frá Árna Þór Arnórssyni
Fleiri Lambakjötsréttir