Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Steinbítur

með grilluðu eggaldini

Innihaldsefni 600 g steinbítur, roð- og beinlaus (einnig má nota t.d. hlýra, skötusel eða stórlúðu) MARINERING 2-3 tsk. ferskt engifer, saxað 1 stk. hvítlauksrif, saxað 1 stk. rauður chilipipar, Fræhreinsaður og saxaður 2/3 dl sesamolía SÓSA 1 hluti marinering 1 hluti kókosmjólk úr dós 1 msk. saxað ferskt kóríander
Aðferð

MARINERING

 1. Blandið öllu sem á að vera í marineringunni saman í skál og hrærið vel.
 2. Takið frá smávegis af marineringunni fyrir sósuna.
 3. Sneiðið steinbítinn í þunnar sneiðar og leggið á fat.
 4. Hellið marineringunni yfir fiskinn og veltið honum í blöndunni þar til hún þekur hann allan.
 5. Geymið í kæli yfir nótt eða að minnsta kosti í 2-4 tíma.
 6. Sneiðið eggaldin í u.þ.b. 1/2 cm sneiðar, leggið á fat og saltið sneiðarnar.
 7. Látið standa í um 10 mínútur.
 8. Þerrið þá allan vökvann af og grillið sneiðarnar á vel heitri grillpönnu til að fá fallegar grillrákir í þær.
 9. Grillið síðan fiskinn létt á pönnu. Þetta má líka gera á góðu útigrilli.
 10. Leggið sneið af eggaldini á fat, síðan sneið af fiski og þannig koll af kolli.
 11. Setjið grillpinna í hvern fiskturn til að þeir  haldi sér.
 12. Setjið í eldfast fat og bakið í u.þ.b. 10-15 mínútur við 180°C.

 

SÓSA

 1. Blandið öllu vel saman í skál og hellið yfir heitan fiskinn.
 2. Ef sósan á að vera heit:  Sjóðið 1 hluta vatn í potti, hellið marineringunni og kókosmjólkinni saman við og þykkið með maizena mjöli.
 3. Hrærið fersku kóríander saman við rétt áður en máltíðin hefst.

 

VÍNIN MEÐ
Hvítvín
eru almennt upplögð með fiski. Í vöruleitinni er að finna ýmsar hugmyndir en hægt er að sía leitina eftir þínum þörfum.

Fleiri Fiskréttir