Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Foie gras

með trufflum, epla-trufflumauki og ferskum jarðarberjum með pipar

Fjöldi
4
Innihaldsefni 1 stk. foie gras EPLA TRUFFLUMAUK ½ - 1 stk. epli 1 tsk. af trufflumauki (fæst í sælkeraverslunum) 1 msk. hvítvínsedik 1 msk. jómfrúarólífuolía 1 msk. fljótandi hunang Nokkur jarðarber Pipar
Aðferð
  1. Flysjið epli, kjarnhreinsið og skerið í mjög litla bita
  2. Setjið allt saman í skál og blandið vel en varlega saman.
  3. Best að gera klukkustund áður en nota á.
  4. Sneiðið Foie gras niður í mjög þunnar sneiðar.
  5. Leggið á litlar brauðsneiðar eða melba toast.
  6. Setjið smá trufflumauk á hverja sneið og gróft úrvals sjávarsalt.
  7. Skerið jarðaberin í bita og setjið vel af svörtum pipar yfir þau.
  8. Leggið á hverja sneið. Berið eplamaukið með. Eins er gott að prófa með þessu balsamik gljáa.

 

VÍNIN MEÐ
Sæt eftirréttavín eru tilvalin með þessum rétti.

Fengið úr Vínblaðinu (3.tbl.5.árg) (PDF) Uppskrift fengin frá Ólafi Gísla Sveinbjörnssyni
Fleiri Skyldir Réttir