Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Kínóa grænmetishleifur

Fjöldi
4
Innihaldsefni GRÆNMETISHLEIFUR 600 g soðið kínóa, lífrænt 1 stk. kúrbítur, grófskorinn 1 stk. haus spergilkál 1 stk. búnt steinselja 6 stk. sólþurkaðir tómatar ½ búnt basilíka 60 g næringarger 2 msk. chiafræ (lögð í bleyti í um 60 ml af vatni í 10 mínútur) 200 g sólblómafræ APPELSÍNU-SPERGILKÁL 1 haus spergilkál 4 stk. lífrænar appelsínur (appelsínuguli hlutinn af berkinum) 200 ml safi úr appelsínunum 2 msk. ólífuolía 5 hvítlauksgeirar 2 grænar kardimommur, heilar SVEPPASÓSA 750 ml vatn 500 g gróft skornir sveppir 100 g lífrænn laukur 100 g kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 15-20 mínútur í volgu vatni) ½ stk. lífrænt avókadó 2 stk. hvítlauksrif, lífræn 1/3 tsk. timjan ½ tsk. sjávarsalt 1½ msk. grænmetiskraftur, lífrænn
Aðferð

GRÆNMETISHLEIFUR

  1. Hitið ofninn í 180°C. Skerið kúrbítinn í teninga og setjið í matvinnsluvél ásamt spergilkáli, steinselju, sólþurrkuðum tómötum, basilíku, salti, pipar og næringargeri.
  2. Látið vélina ganga í stuttum lotum þar til allt er orðið smátt og vel blandað saman.
  3. Hrærið kínóa og blöndunni úr matvinnsluvélinni vel saman og bætið síðan chiafræjunum saman við.
  4. Búið til hleifa úr blöndunni með skeið, hjúpið þá næstum með sólblómafræjunum, setjið á ofnplötu og bakið í 35-45 mínútur.
  5. Færið á bökunargrind og bakið í 15 mínútur í viðbót.

 

APPELSÍNU-SPERGILKÁL með kardimommum

Spergilkálið skorið niður í hæfilega stærð, appelsínubörkurinn rifinn yfir og hvítlaukurinn maukaður. Öllu blandað saman í skál og steikt á pönnu við miðlungshita uns spergilkálið er orðið fallega grænt og örlítið mjúkt.

 

SVEPPASÓSA

Allt sett í blandara. Sósan er mjög góð við stofuhita en hitnar örlítið ef hún fær að blandast í 3-4 mínútur í blandaranum.

 

VÍNIN MEÐ

Hvítvín  sem í vöruleitinni er hakað við að séu góð með grænmetisréttum ættu að henta vel með þessum rétti.

Úr bæklingi frá Lífrænum dögum (mars 2014) (PDF) Uppskrift fengin frá Böðvari Sigurvin Björnssyni, Lifandi markaði
Fleiri Grænmetisréttir