Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hvítvín og skelfiskur

Þegar velja á hvítvín með skelfisk eru nokkur atriði sem ágætt er að hafa í huga.

Skelfiskur er að öllu jöfnu bragðlítill og er það því matreiðslan sem hefur mikil áhrif á bragð og byggingu réttarins. Það er ekki aðeins grill, panna, ofn eða pottur sem hefur áhrif heldur einnig innihaldsefni réttarins eins og sítróna eða rjómi þar sem sýra og fita skipta máli fyrir pörun víns og matar.

Gott er að vínin séu sýrurík og fersk en það má finna slík vín meðal annars úr þessum þrúgum: Chardonnay, Sauvignon Blanc og Riesling. Vín úr öðru þrúgum eins og Austurrískum Grüner Veltliner, ítölskum Pinot Grigio, spænskum Verdejo og spænskum Albariño geta vel gengið upp. Ef sterkt krydd, eins og chilli (eldpipar), er notað getur verið ágætt að finna Riesling með örlítilli sætu. Mörg vín frá Alsace úr mismunandi þrúgum eru oft með örlítilli sætu og geta því parast vel með sterkum réttum.