Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Greinar

Greinar

Bláskel og vínin með

18.06.2021

Með bláskel gæti ferskur Sauvignon Blanc gengið vel upp. Nýsjálenskur Sauvignon Blanc er að öllu jöfnu ávaxtaríkari en franskur Sancerre, sem yfirleitt gefur af sér grösugri bragðeinkenni. Spænskur Albariño hefur bæði ferskleikann og ávaxtarík einkenni til að parast með bláskelinni...

Hitastig hvítvína

18.06.2021

Hvítvín eru að öllu jöfnu borin fram kæld. Misjafnt er þó hversu köld þau eiga að vera og er þá gott að hafa ákveðin atriði í huga...

Veislur

25.05.2021

Er veisla fram undan? Þá eru hér nokkur hagnýt ráð sem gott er að hafa í huga við skipulagningu á kaupum áfengis fyrir veislu. Flestir ákveða fyrst hvaða mat á að bjóða upp á og velja svo vínið með matnum. Fyrir suma er valið einfalt á meðan aðrir eru óákveðnari. Þá er gott að leita ráða hjá starfsfólki Vínbúðanna með valið og einnig er tilvalið að leita til Veisluvínsþjónustuna okkar sem staðsett er í Heiðrúnu, Stuðlahálsi 2.

Sangría, sumar og sól

30.04.2021

Það verða kannski ekki margir á sandölum og ermalausum bol á Spánarströndum í sumar en þó við förum kannski ekki til Spánar er hægt að fá Spán til sín, alla leið í glasið, jafnvel þó sólin láti ekki sjá sig. Sangría er svalandi drykkur sem lítur líka vel út.

Mezcal

13.04.2021

Varstu búin/n að kíkja á greinina um tequíla? Ef ekki, þá mæli ég með því að þú gluggir í hana áður en þú lest þessa. Mezcal, tekíla. Tekíla, mezcal. Er þetta ekki bara allt saman það sama? Ekki alveg, en það er mjög skiljanlegt að rugla þessum tveimur drykkjum saman. Báðir koma frá Mexíkó og báðir eru gerðir úr agave. En þó eru það nokkur mikilvæg atriði sem aðgreina drykkina tvo. Atriði sem skila sér alla leið í bragðeinkenni.

Tekíla

09.03.2021

Margir sjá fyrir sér skotglas, salthrauk og límónu þegar minnst er á tekíla. Sumir minnast jafnvel á líðan sína daginn eftir í sama samhengi. En sem betur fer hefur orðspor tekíla tekið u-beygju undanfarið og mætti kannski þakka það aukinni þekkingu á sterku áfengi og eftirspurn eftir áhugaverðum drykkjum.

Freyðivín með hátíðarmatnum

28.12.2020

Um hátíðarnar er algengt að framreiddar séu þriggja rétta máltíðir. Forréttir og freyðivín stuðla ekki bara saman heldur parast einstaklega vel saman. Freyðivín hentar vel með fiskmeti, eins og t.d. laxi og skelfiski, hvort sem það er hrátt, eldað eða í súpu. Lambrusco er gott með parmaskinku, parmesan osti og balsamik ediki.

Jólahefðir og drykkir

01.12.2020

Þegar desember er genginn í garð og ljómi jólaljósanna lýsa upp húmið, þegar kuldinn virðist ná að lauma sér inn að beini þrátt fyrir marglaga yfirhafnir, þá getur verið gott að ylja sér á heitum bolla af bragðgóðum drykk.

Gráðostur og piparkaka með portvíni

20.11.2020

Þegar ég heyrði fyrst af því fyrir nokkrum árum síðan að það væri gott að setja gráðost ofan á piparköku var ég allsendis ekki sannfærð. En ég ákvað þó að gefa því tækifæri þar sem mér finnst piparkaka góð og gráðostur líka. Og verð að segja að þetta er merkilega góð samsetning sem verður ekki síðri með sýnishorni af rifsberjahlaupi.

Gjafahugleiðingar

15.10.2020

Þegar líða fer að jólum fara mörg, ef ekki flest okkar að huga að jólagjöfum ársins. Ef hugmyndin er að gefa eitthvað fallegt úr Vínbúðunum þá er vert að minnast á sterku vínin sem prýða hillurnar þar. Sterku vínin hafa jú ávallt verið vinsæl en hafa þó sérstaklega undanfarinn áratug fest sig í sessi sem gæðadrykkir í hugum fólks.