Fjölbreyttir bjórar, yfirleitt öl, sem samkvæmt hefð innihalda hátt hlutfall hveitis, sem gengið hafa í gegnum ferli sem gerir þá súra. Sýrustig þessara bjóra er misjafnt og fer í raun eftir því hvaðan bjórarnir koma og hverju bruggarinn sækist eftir. Súrbjórar geta verið hreinir og ferskir eða innihaldið ýmsar bakteríur og gerafbrigði, eins og Brettanomyces sem gefur þeim ilm og bragð af heyi, sveit og plástri, svo fátt eitt sé nefnt. Sumir eru látnir liggja á ávöxtum eins og kirsuberjum. Vínandastyrkur getur verið frá 3% til 8%. Heimalönd þessara bjóra eru Belgía og Þýskaland, en önnur lönd hafa verið að sækja í sig veðrið, sér í lagi Bandaríkin.
Súrbjór – Keimur, mýkt, styrkleiki og beiskja