Fjölbreyttur flokkur öls sem geta verið allt frá ljósum, léttum og ávaxtaríkum bjór yfir í dimmbrúnan, þéttan og kröftugan. Belgísk öl einkennast fyrst og fremst af gerafbrigði sem notast er við sem gefur af sér mjög sætkennda ávaxtaríka lykt og bragð. Þó svo að lyktin virki sem sæt þá eru þessi öl það alls ekki alltaf. Í sterkustu útgáfunum af þessum bjórum notast bruggarar við sykur til þess að keyra upp víndandastyrkinn í ölinu. Þessi öl innihalda yfirleitt nokkuð litla beiskju og hafa lítinn ilm eða bragð af humlum.
Belgískt öl – Keimur, mýkt, styrkleiki og beiskja