Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Veisluvínsþjónusta

Stór pöntun eða veisla í vændum?

Oft reynist erfitt að ákvarða rétt magn af víni fyrir veislur eða velja rétt vín með matnum og þá er gott að fá aðstoð hjá vínráðgjafa. Einnig aðstoða þeir við stærri pantanir.

Veisluvín hefur aðsetur í Vínbúðinni Heiðrúnu og er hægt að fá ráðgjöf á staðnum, símleiðis 560-7730 eða með tölvupósti veisluvin@vinbudin.is

Hvort sem um ræðir fyrirtæki eða einstaklinga hvetjum við viðskiptavini til að nýta sér þessa góðu þjónustu, en veislureiknivélin (hér fyrir neðan) getur líka auðveldað þér að áætla magnið. Einnig bendum við á að auðvelt er að panta stærri sem minni pantanir í Vefbúðinni, sem er opin allan sólarhringinn og hægt að sækja gjaldfrjálst í næstu Vínbúð eða í vörumóttöku með litlum fyrirvara.  

Afgreiðslutími Veisluvínsþjónustunnar er mánudaga-föstudaga frá 11-17                    

Beinn sími er 560-7730 og netfangið er veisluvin@vinbudin.is

Verið velkomin!

 

 

Veisluþjónusta - Hafðu samband eða pantaðu tíma

Opnunartímar í Veisluþjónustu er virka daga 11:00 -17:00. 


Einnig er velkomið að kíkja í Vínbúðina Heiðrúnu.
- Mán-fim: 11-18 
- Fös 11-19 
- Lau 11-18

560 7730  veisluvin@vinbudin.is 

Þér er velkomið að panta tíma í veisluvínsráðgjöf  - engin bið og þú hefur vínráðgjafann alveg út af fyrir þig!
Fylltu út formið hér að neðan til að hafa samband.

Afhending og vöruskil

Afhending og vöruskil Veisluvína fer fram í vöruafgreiðslu í vöruhúsi, rétt hjá Vínbúðinni Heiðrúnu. Opnunartími er mán-fim frá 8:30-15:30 og fös:8:30-16:00. Sjá kort 

Vínráðgjafar svara spurningum um veisluvín

Hvar get ég pantað bjórkút?

Á freyðivínið sem ég býð uppá að vera þurrt eða sætt?

Á ég að kaupa bjór í litlum eða stórum dósum fyrir veisluna?

Hvað þarf ég mikið vín í veisluna ?

Hitastig vína

Hvenær á að panta?

Hvernig vín á að velja í veisluna?

Ætti maður að smakka vínin í veisluna?