Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Verðlagning

Birgir sem selur ÁTVR áfengi ákveður sjálfur verð til ÁTVR. Grunnþættir söluverðs birgis til ÁTVR eru að jafnaði eftirfarandi:

  • Innkaupsverð birgis frá framleiðanda eða erlendum birgi
  • Flutningskostnaður
  • Áfengisgjald
  • Endurvinnslugjald á umbúðir
  • Annar kostnaður og álagning birgis.

Samanlagt mynda ofantaldir þættir söluverð birgis til ÁTVR. 

Smásöluverð ÁTVR úr Vínbúðum

Til að fá smásöluverð úr Vínbúð bætist við álagning ÁTVR og virðisaukaskattur sem er 11%. Verðið er jafnað á næstu krónu.

Sama verð gildir alls staðar á landinu. Smásöluverð er birt á heimasíðu ÁTVR, vinbudin.is.

Álagning ÁTVR


Um álagningu ÁTVR fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak.

Álagning ÁTVR á áfengi með 22% eða lægra hlutfall af vínanda að rúmmáli skal vera 18% en álagning áfengis með meira en 22% hlutfall af vínanda að rúmmáli skal vera 12%.


Virðisaukaskattur á áfengi 

Virðisaukaskattur á áfengi er 11%. 

 

Áfengisgjald og endurvinnslugjald 

Áfengisgjald og endurvinnslugjald eru innheimt í tolli. Upphæð þeirra er ákveðin með lögum. Sjá nánar hér: www.tollur.is og lög um aukatekjur ríkissjóðs

Þessi gjöld eiga að vera inni í verði birgis til ÁTVR.