Að komast í viðskipti

ÁTVR kaupir aðeins áfengi af íslenskum birgjum. Birgjar ÁTVR í þessum skilningi eru einstaklingar eða lögaðilar sem hafa leyfi til heildsölu áfengis og hafa gert stofnsamning um viðskipti við ÁTVR. 

Áfengisheildsöluleyfi

Leyfi þarf til innflutnings á áfengi til endursölu, heildsölu eða framleiðslu áfengis í atvinnuskyni. Leyfið er gefið út af sýslumanni í hverju umdæmi. Nánari upplýsingar fást á skrifstofum sýslumanna eða hjá leyfi@syslumenn.is
Áfengisheildsöluleyfið veitir rétt til þess að selja vöru áfram til ÁTVR og til veitingahúsa og hótela. Lögum samkvæmt má aðeins ÁTVR selja áfengi í smásölu. 
Rétt er að benda á að þeir sem hyggja á innflutning eða framleiðslu áfengis þurfa einnig að fá starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti viðkomandi sveitarfélags. 

Stofnsamningur

Stofnsamningur er yfirlýsing handhafa áfengisheildsöluleyfis um að hann samþykki viðskiptaskilmála ÁTVR.
Senda þarf ÁTVR útfylltan og undirritaðan stofnsamning og afrit af áfengisheildsöluleyfi eða leyfi til framleiðslu áfengis. 

Birgjavefur

Þegar stofnsamningur er kominn á er veittur aðgangur að sérstöku vefsvæði, birgjavef. Þar getur birgir m.a. sent umsóknir um sölu og fylgst með afgreiðslu þeirra, séð daglegar sölutölur fyrir sínar vörur o.fl.
Aðgangur að birgjavef er veittur með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Þetta er gert til að tryggja að aðeins birgirinn sjálfur og þeir tengiliðir sem hann tiltekur geti sent umsóknir, breytt verði o.s.frv.

Listi yfir áfengisbirgja