Framstilling vara

MEGINREGLUR UM FRAMSTILLINGU VARA Í VÍNBÚÐUM

 • Vörum er raðað í hillur þannig að sölutegundir í sömu yfirflokkum (rauðvín, hvítvín..) er raðað saman
 • Léttvín: 
  • Meginreglan er sú að tegundum er raðað saman eftir löndum
  • Innan hvers lands er dýrustu vínunum raðað í efri hillur og ódýrustu í neðri, eftir því sem við verður komið
 • Fyrst inn – fyrst út.  Eldri vörur eiga að vera fremst í hillu og nýjar vörur fyrir aftan þær.  Bjór og kassavín á að endurraða reglulega eftir endingartíma
 • Draga á vörur fram í hillu til að gefa verslun betri heildarsvip.  Það getur þýtt að vörur fá tímabundið meiri framstillingu, ef varan er notuð til að fylla í skarð vöru sem er ekki til


FRAMSTILLING Á BJÓR

 • Framstilling fer eftir sölu pr. Vínbúð
 • Teikningar berast til Vínbúðanna tvisvar sinnum á ári.  Einungis er rýmisstýrt með teikningum í 700 tegunda Vínbúðum og stærri
 • Óháður aðili teiknar upp bjóruppröðun í Spaceman Professional
 • Gert er ráð fyrir nýjum tegundum á sérstökum stað í uppröðun
 • Verslunarstjóri hefur ákveðið svigrúm til að bregðast við skyndilegri söluaukningu með aukinni framstillingu á milli teikninga
 • Uppröðunarteikning er miðuð við Bretti/Vagn/Hillu.  Þegar staðsetning tegundar liggur fyrir er verslunarstjóra ekki heimilt að breyta uppröðun nema í samráði við höfuðstöðvar
 • Eftirlit er með framkvæmd á uppröðun miðað við teikningar frá höfuðstöðvum
 • Framstilling á að fylgja sölu í Vínbúð. Hámarksframstilling er þó miðuð við tvö bretti.  Það þýðir að söluhæstu tegundirnar fá ekki framstillingu miðað við sölu.  Þetta er gert vegna takmörkunar á rými í Vínbúðunum
 • Það að takmörkun er á framstillingu söluhæstu tegundanna, þýðir að rými sem annars ætti að vera undir söluhærri tegundir er notað undir söluminni tegundir.  Reglan er því sú almennt að söluminni tegundir  fá meiri framstillingu en sala þeirra gefur tilefni til

          (birt 4.11. 2013)