Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Framstilling vara

 Ábyrgð:

  • Verslunarstjóri er ábyrgur fyrir því að reglum þessum sé fylgt 
  • Aðstoðarframkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ber ábyrgð á að gæðaskjalið sé ávallt rétt 
  1.  Vöruval er ákveðið samkvæmt. Reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi.nr. 1106/2015 með síðari breytingum.
  2. ÁTVR er áfram um að tryggja hlutleysi gagnvart birgjum. 
  3. Starfsfólk skal ekki ræða vöruval Vínbúðanna eða samsetningu vöruvals í staðbundinni eftirspurn (STE) við birgja, heldur skal vísa fyrirspurnum birgja á Rekstur Vínbúða  (rekstur@vinbudin.is). 


Meginreglur um framstillingu 

1. Vörum er raðað í hillur þannig að sölutegundum í sömu yfirflokkum (rauðvín, hvítvín o.s.frv.) er
raðað saman.
2. Fyrst inn – fyrst út. Eldri vörur eiga að vera fremst í hillu og nýjar vörur fyrir aftan þær. Bjór, síder, gosblöndum, fernum og kassavíni á að endurraða reglulega eftir endingartíma.
3. Draga á vörur fram í hillu til að gefa Vínbúðinni betri heildarsvip. Það getur þýtt að vörur fái
tímabundið meiri framstillingu, ef varan er notuð til að fylla í skarð vöru sem ekki er til.
4. Framstilling hverrar vörutegundar á að jafnaði að vera á einum stað í hverri Vínbúð.
 

Framstilling á léttvíni

1. Meginreglan er sú að tegundum er raðað saman eftir löndum
2. Innan hvers lands er dýrari vínum raðað í efri hillur og ódýrari í neðri, eftir því sem við verður komið.
3. Vínbúðir sem eru með bjórkæli hafa heimild til að stilla fram vinsælustu hvítvíns-, rósavíns- og freyðivíns tegundunum í kæli, ef pláss leyfir. Sú framstilling á ekki að hafa áhrif á aðra framstillingu á vörunni í Vínbúðinni.

  • Val á vínum í kæli á að stjórnast af sölutölum í viðkomandi Vínbúð og á að endurskoða samhliða vöruvalsbreytingum þrisvar sinnum á ári (í febrúar, júní og október, ár hvert).

Framstilling á bjór 

 
Stærri Vínbúðir
1. Framstilling ræðst af sölu í hverri Vínbúð.
2. Teikningar berast til Vínbúðanna tvisvar sinnum á ári. Einungis er rýmisstýrt með teikningum í
Vínbúðum K6 og stærri.
3. Óháður aðili teiknar upp bjóruppröðun í Spaceman Professional.
4. Gert er ráð fyrir nýjum tegundum á sérstökum stað í uppröðun.
5. Uppröðunarteikning er miðuð við Bretti/Vagn/Hillu. Þegar staðsetning tegundar liggur fyrir er
verslunarstjóra ekki heimilt að breyta uppröðun nema í samráði við Rekstur Vínbúða.
6. Verslunarstjóri hefur ákveðið svigrúm til að bregðast við skyndilegri söluaukningu með
aukinni framstillingu á milli teikninga. 
7. Eftirlit með framkvæmd uppröðunar er frá Innra eftirliti og Rekstri Vínbúða. 
8. Framstilling á að fylgja sölu í Vínbúð. Hámarksframstilling á einni og sömu tegundinni er þó miðuð við tvö bretti. Það þýðir að söluhæstu tegundirnar fá ekki framstillingu miðað við sölu. Þetta er gert vegna takmörkunar á rými í Vínbúðunum. Það að takmörkun er á framstillingu söluhæstu tegundanna, þýðir að rými sem annars ætti að vera undir söluhærri tegundir er notað undir söluminni tegundir. 
 
Minni Vínbúðir
1. Framstilling er í brettum/vögnum, hillum og pöllum.
2. Framstilling á að fylgja sölu í Vínbúð. Hámarksframstilling á einni tegund bjórs er þó miðuð við tvö bretti og getur það einungis átt við söluhæstu teg. 
3. Verslunarstjóri fylgist með að bjór fái framstillingu m.v. sölu eins og hægt er að koma því við þó með þeirri undantekningu sem tiltekin er í 2. tölulið.
 

Framstilling á gosblöndum og síder
 

1. Framstilling ræðst af sölu Vínbúðar.
2. Verslunarstjóri skal endurskoða uppröðun á gosblöndum og síder samhliða vöruvalsbreytingum í febrúar, júní og október ár hvert.
3. Nýjum vörum í vöruvali skal komið fyrir á snyrtilegan hátt, nálægt svipuðum vörum. Til dæmis á að raða síder saman og gosblöndum saman.
4. Gosblöndum og síder skal komið fyrir í hillu í stykkjatali eða í kippum en ekki heilum kössum.
5. Framstilling á gosblöndum og síder  í 500ml (og minni) sölueiningum skal vera að lágmarki tvær framstillingar (facingar).
6. Gosblöndum og síder skal koma fyrir í hillu en ekki á pöllum á gólfi, sé því við komið.
 
  • Heimilt er að fjarlægja hillu til þess að stafla upp einstaka söluháum tegundum til þess að lágmarka áfyllingu.
 

Framstilling á sterku áfengi
 

1. Framstilling ræðst af sölu Vínbúðar.
2. Verslunarstjóri skal endurskoða uppröðun á sterku áfengi samhliða vöruvalsbreytingum í febrúar, júní og október ár hvert.
3. Nýjum vörum í vöruvali skal komið fyrir á snyrtilegan hátt, nálægt svipuðum vörum. 
 

Nokkur hagnýt atriði sem snúa að framstillingu vara

1. Framstilling vara á ekki að vera söluhvetjandi, til dæmis á ekki að koma vörum fyrir á afgreiðslukössum.
2. Nýjum vörum í vöruvali skal komið fyrir með öðrum vörum í sama vöruflokki. Fjöldi framstillinga skal taka mið af því að varan sé ný í viðkomandi Vínbúð. 
3. Æskilegt er að vörum í tímabilsflokki sé komið fyrir á sama stað. Ekki er óeðlilegt að framstilling á öðrum vörum minnki á meðan vörur í tímabilsflokki eru í sölu.
4. Vörur sem fá aukana dreifingu vegna þemadaga er komið fyrir á meðal annarra vara í viðkomandi Vínbúð. Þær lúta sömu reglum varðandi framstillingu og vörur í föstu vali.
 
Uppfært: 1. október 2019