Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Rannsókn á umhverfisáhrifum áfengra drykkja

Samantekt, júní 2017

Forsaga

 • Norrænu áfengiseinkasölurnar fólu 2.-0 LCA Ráðgjöfum í Danmörku að útbúa vistferilsgreiningu á áfengum drykkjum, árið 2015.
 • Tilgangur rannsóknarinnar er að skrá heildarumhverfisáhrif allra vöruflokka Norrænu áfengiseinkasalanna þar sem umhverfisáhrifin eru gefin upp í mynteiningum, auk undirliggjandi rauneininga. 
 • Greiningin byggist á magni áfengra drykkja sem dreift var af Norrænu áfengiseinkasölunum 2014 og nær til vöruflokkanna víns, bjórs og eimaðra drykkja.
 • Upplýsingar um aðferðir og gagnalindir er að finna í ítarlegu skýrslunni: Rannsókn á umhverfisáhrifum áfengra drykkja.

Umhverfisáhrif

Heildarverðgildi vistferilsáhrifa nemur 320 milljónum evra, sem er u.þ.b. 7% af heildarsöluverðmæti þeirra áfengu drykkja sem seldir voru af norrænu áfengiseinkasölunum árið 2014, fyrir skatta. Jafnvel þótt þessi heildaráhrif virðist tiltölulega lítil samanborið við aðrar atvinnugreinar gefur rannsóknin mikilvægar leiðbeiningar um hvaða atriði rétt sé að leggja áherslu á til þess að draga úr viðkomandi áhrifum í okkar atvinnugrein.
 

Umhverfisáhrifaflokkarnir

Rannsóknin á umhverfisáhrifunum hefur verið gerð með níu umhverfisáhrifaflokkum. 

 • Áhrif á öndunarfæri (Öndun ólífrænna og lífrænna efna)  
 • Hnattræn hlýnun
 • Upptaka náttúru
 • Visteitrun í jörðu og vatni
 • Ofauðgun í jörðu
 • Ljósefnafræðilegt óson, plöntur
 • Ofauðgun í vatni
 • Súrnun
 • Vinnsla jarðefna

Þrír af umhverisáhrifaflokkunum níu mynda rúmlega 90% af heildaráhrifum vegna framleiðslu og neyslu áfengra drykkja.

 • Áhrif á öndunarfæri (vegna innöndunar á menguðu lofti, nær til nanóagna, ammoníaks, NOx, SO₂)
 • Hnattræn hlýnun (vegna gróðurhúsalofttegunda)
 • Upptaka náttúru (tap líffræðilegrar fjölbreytni)

Fyrstu tveir eru aðallega af völdum brennslu eldsneytis til orkuframleiðslu.

Þrjú meginsvið orkunotkunar greindust á mismunandi stigum vistferils

 • Umbúðaframleiðsla – einkum gler. Skilvirk endurvinnsla á Norðurlöndunum dregur að hluta úr áhrifum þessa þáttar
 • Eldsneytisnotkun í landbúnaði
 • Framleiðsla – einkum brugghús og eimingarstöðvar

 

Heildaráhrif í mynteiningum

Áhrif á öndunarfæri, möguleg hnattræn hlýnun og upptaka náttúru (tap líffræðilegrar fjölbreytni) eru augljóslega stærstu heildaráhrifin
Heildaráhrif í mynteiningum

 


 

Áhrif eftir vöruflokkum

Innan vöruflokka er greinilegur munur á stærðargráðu helstu áhrifa
Áhrif eftir vöruflokkum

 

Áhrif vöruflokka á hnattræna hlýnun

(prósentuhlutfall hvers stigs af heildaráhrifum lífsferils)

Helstu áhrif:

 • Fyrir léttvín: umbúðir og vínrækt
 • Fyrir eimaða drykki: framleiðsla
 • Fyrir bjór: umbúðir og framleiðsla

 Áhrif vöruflokka á hnattræna hlýnun. Vín Áhrif vöruflokka á hnattræna hlýnun. Bjór Áhrif vöruflokka á hnattræna hlýnun. Eimaðir drykkir


Helstu leiðir til úrbóta

 • Umbúðir
  • Þyngd glers 
  • Val á umbúðum í staðin (PET, áldósir, drykkjarfernur, gler og kassar) og þyngd einstakra umbúða.
    
 • Áhersla á stýringu eldsneytisnotkunar og losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði 
   
 • Orkunotkun
  • Veruleg frávík benda til möguleika á úrbótum
    
 • Kanna hvort hægt sé að auka landbúnaðarafrakstur án þess að skerða gæði

 

Annar lærdómur úr rannsókninni

 • Mögulegur munur á milli framleiðenda er sennilega meiri en munur á milli landa
 • Rannsókn á umhverfisáhrifum í virðiskeðjunni is flókið verkefni. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á tiltækum gögnum og gæðum þeirra.
 • Samskipti og samstarf við viðskiptavini í aðfangakeðjunni mun skipta sköpum til þess að ná árangri í að draga úr umhverfisáhrifum.