Loftslagsmarkmið

Alþjóðaveðurfræðistofnunin varar við því að loftslagið sé að breytast hratt. ÁTVR er eitt af 104 fyrirtækjum sem tekur þátt í metnaðarfullu verkefni með Festu og Reykjavíkurborg um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum. 

Loftlagsmarkmið fyrir árið 2030

Við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að:

  • draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
  • minnka myndun úrgangs
  • innleiða sjálfbærni í ferla fyrirtækisins
  • mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta

40% samdráttur í útblæstri

Markmið ÁTVR er að draga úr notkun bifreiða og nýta vistvænustu bíla sem verða í boði í framtíðinni. Stefnt er að því að útblástur minnki um 40% fyrir árið 2030 miðað við árið 2015.  Eða 3,2% að meðaltali á ári.

ÁTVR kolefnisjafnar einnig allan beinan útblástur.  Þar sem flug er keypt frá þriðja aðila þá verður til jákvætt kolefnisfótspor  (e positive carbon footprint). Með því stundum við sjálfbæran rekstur.

 

Úrgangur hjá Vínbúðunum

Árið 2017

Einn liður í að taka á loftslagsvandanum er að minnka úrgang og flokka. ÁTVR hefur síðustu ár unnið markvisst að því að flokka og stefnir á 98% endurvinnsluhlutfall árið 2030. 

Árið 2015 voru tæp 30 tonn urðuð með tilheyrandi loftslagsmengun.   Náist 98% endurvinnsluhlutfall árið 2030 verður hlutfallið 8 tonn af úrgangi sem fer í urðun. Losun CO2-ígildi vegna urðunar fer úr 17 tonnum niður í 5 tonn.  Eða um 8% að meðaltali á ári.

Markmið – endurvinnsluhlutfall 92%:  NÁÐIST.

Fyrirtækið hefur haft úrgangsþríhyrninginn að leiðarljósi, en hann sýnir okkur að það er síðasti kostur að senda úrgang í urðun eða förgun.

  • Lágmörkun úrgangs -   Kemur í veg fyrir að úrgangurinn myndist eða að draga úr magninu eins og kostur er. ÁTVR hefur hætt að nota einnota drykkjarumbúðir, boðið margnota burðapoka, plast og plastburðarpokar ofl. (G4-EN1), innleitt  rafræna reikninga og lagt áherslu á lífrænt ræktuð vín (G4-EN27)
  • Endurnotkun -  Endurnotkun er m.a. það þegar unnt er að nota vöru sem hráefni í sama framleiðsluferli án nokkurrar forvinnslu. ÁTVR hefur gefið þriðja aðila hluti. T.d.  Góði hirðirinn, RKÍ, og í söfn. Bretti eru seld og endurnýtt. Einnig eru kassar úr bylgjupappír teknir sundur og sendir til viðkomandi birgja.
  • Endurvinnsla  - Varan er hreinsuð, brotin niður eða forunnin á annan hátt til að nýtast sem hráefni. Steikingarfeiti frá mötuneyti er endurnýtt sem bifreiðaeldsneyti. Til endurvinnslu frá áramótum: 291 tonn (G4-EN23).  Inni í því er endurvinnsla plasts með Odda.  Auk þess fylgist fyrirtækið með endurvinnslu drykkjarumbúða (G4-EN28).
  • Urðun  - 26 tonn  (G4-EN23)

Förgun  -  Málning, spilliefni

Úrgangur

 

 

Magn úrgangs og förgun

Magn úrgangs of förgun
 

Urðað

Jarðvegsmengun og blandaður úrgangur

Með því að flokka úrgang til endurvinnslu í stað þess að urða hann má draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og sést í töflu G4-EN23 flokkaði Vínbúðin 297 tonn af úrgangi. Þannig kom fyrirtækið í veg fyrir að út í andrúmsloftið losnuðu gróðurhúsalofttegundir sem jafngilda rúmlega 1.677 tonnum** af CO2. Það samsvarar ársnotkun á 559 fólksbílum (m.v. 3 tonn losun á fólksbíl).  Eða samsvarandi akstri allra bifreiða ÁTVR í 12 ár.


96% af verslunum m.v. lítrasölu eru með vigtaðan úrgang. Því má áætla að heildarumfang úrgangs sé 337 tonn, tæplega 27 tonn urðuð og 310 endurunnin. Heildarlosun CO2  vegna urðaðs úrgangs er: 15,8 tonn*  


Grófur úrgangur tengist ekki daglegum rekstri heldur oftast tímabundnum framkvæmdum. Steinsteypa, innréttingar og byggingahlutar úr timbri.


Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna  #12 Ábyrg neysla er eitt af mikilvægustu markmiðum ÁTVR. Stefnt var að 92% endurvinnsluhlutfalli úrgangs og það náðist. Markmiðið verður hækkað í 93% fyrir næsta ár. Markmiðið er að ná 98% endurvinnsluhlutfalli árið 2030. Innleiðing á Grænum skrefum í ríkisrekstri er mikilvægt skref til að ná þessum áfanga.


Fjárhagslegur ávinningur er að því að flokka úrgang. Ef fyrirtækið þyrfti að greiða förgunargjöld fyrir allan úrgang, þá væri kostnaður tæpar 5 milljónir en í staðan fær fyrirtækið tekur upp á tæpar 2 milljónir fyrir sölu á  pappír og plasti.  Endurvinnsluhlutfall fyrirtækja á Íslandi eru undir 50% og því liggja mikil verðmæti í ruslinu.
* Blandaður úrgangur margfaldaður með stuðlinum  0,58.   Magn CO2 í urðuðum úrgangi er úr LCA forriti Eflu, Gabí (meðaltalstala frá Frakklandi, Bretlandi, Finnlandi og Noregi)


** Bylgjupappi er margfaldaður með CO2-ígldis stuðlinum 6,71, plastumbúðir með stuðlinum 0,433, lífrænt til moltugerðar með 2,754 og grófur úrgangur  og önnur flokkun með 1,6.   Miðað er við að viðbótarvinna tækja sem valda útblæstri koldíoxíðs sé sambærileg hvort sem bylgjupappinn og pappírinn er fluttur á urðunarstað til urðunar eða fluttur úr landi til endurvinnslu. Metan er margfaldað með stuðlinum 25. Heimild: Guidelines for the use of LCA in the waste management sector, eftir Helgu J. Bjarnadóttir, Guðmundur B. Friðriksson ofl.

Úrgangur - Kolefnisfótspor ÁTVR

Starfsmenn ÁTVR vilja vera fyrirmynd í samfélagslegri ábyrgð og mynda jákvætt kolefnisfótspor því við eigum aðeins eina jörð.
 

Endurvinnsluhlutfall