Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Loftslagsmarkmið

Alþjóðaveðurfræðistofnunin varar við því að loftslagið sé að breytast hratt. ÁTVR er eitt af 104 fyrirtækjum sem tekur þátt í metnaðarfullu verkefni með Festu og Reykjavíkurborg um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum. 

Loftlagsmarkmið fyrir árið 2030

Við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að:

  • draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
  • minnka myndun úrgangs
  • innleiða sjálfbærni í ferla fyrirtækisins
  • mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta

40% samdráttur í útblæstri

Markmið ÁTVR er að draga úr notkun bifreiða og nýta vistvænustu bíla sem verða í boði í framtíðinni. Stefnt er að því að útblástur minnki um 40% fyrir árið 2030 miðað við árið 2015.  Eða 3,2% að meðaltali á ári.

ÁTVR kolefnisjafnar einnig allan beinan útblástur.  Þar sem flug er keypt frá þriðja aðila þá verður til jákvætt kolefnisfótspor  (e positive carbon footprint). Með því stundum við sjálfbæran rekstur.

 

Úrgangur hjá Vínbúðunum

Árið 2018

Einn liður í að taka á loftslagsvandanum er að minnka úrgang og flokka. ÁTVR hefur síðustu ár unnið markvisst að því að flokka og stefnir á 98% endurvinnsluhlutfall árið 2030. 

Árið 2015 voru tæp 30 tonn urðuð með tilheyrandi loftslagsmengun.   Náist 98% endurvinnsluhlutfall árið 2030 verður hlutfallið 8 tonn af úrgangi sem fer í urðun. Losun CO2-ígildi vegna urðunar fer úr 17 tonnum niður í 5 tonn.  Eða um 8% að meðaltali á ári.

Markmið – endurvinnsluhlutfall 93%:  Náðist ekki.

Fyrirtækið hefur haft úrgangsþríhyrninginn að leiðarljósi, en hann sýnir okkur að það er síðasti kostur að senda úrgang í urðun eða förgun.

  • Lágmörkun úrgangs -   Kemur í veg fyrir að úrgangurinn myndist eða að draga úr magninu eins og kostur er. ÁTVR hefur hætt að nota einnota drykkjarumbúðir, boðið margnota burðapoka, plast og plastburðarpokar ofl., innleitt rafræna reikninga og lagt áherslu á lífrænt ræktuð vín (301-1)
  • Endurnotkun -  Endurnotkun er m.a. það þegar unnt er að nota vöru sem hráefni í sama framleiðsluferli án nokkurrar forvinnslu. ÁTVR hefur gefið þriðja aðila hluti. T.d.  Góði hirðirinn, RKÍ, og í söfn. Bretti eru seld og endurnýtt. Einnig eru kassar úr bylgjupappír teknir sundur og sendir til viðkomandi birgja.
  • Endurvinnsla  - Varan er hreinsuð, brotin niður eða forunnin á annan hátt til að nýtast sem hráefni. Til endurvinnslu frá áramótum: 276 tonn (306-2).   Auk þess fylgist fyrirtækið með endurvinnslu drykkjarumbúða (301-3).
  • Urðun  - 25 tonn  (306-2)

Förgun  -  Málning, spilliefni

Úrgangur

GRI 306-2 Úrgangur eftir tegund og förgunaraðferð

GRI 306-2 Úrgangur eftir tegund og förgunaraðferð

GRI 306-2 Úrgangur eftir tegund og förgunaraðferð

Áhugavert er að sjá að umfang bylgjupappa og plasts minnkar á milli ára, þrátt fyrir 0,5% aukningu í sölu áfengis. Markvisst hefur verið unnið að því að minnka flutningsumbúðir. Flokkun á lífrænum úrgangi er að aukast. Aukning í annarri flokkun og grófum úrgangi er vegna viðhaldsframkvæmda á Vínbúðum. Grófur úrgangur tengist ekki daglegum rekstri heldur oftast tímabundnum framkvæmdum, steinsteypa, innréttingar og byggingahlutar úr timbri.

Með því að flokka úrgang til endurvinnslu í stað þess að urða hann má draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Markmiðið með endurvinnslu er að mynda hringrás sem miðar að því að draga úr frumvinnslu hráefna og minnka þannig álag á auðlindir jarðar. Með þessu má einnig draga úr magni úrgangs sem endar í urðun.

Eins og sést í töflu GRI 306-2 flokkaði Vínbúðin 276 tonn af vigtuðum úrgangi. Þannig kom fyrirtækið í veg fyrir að út í andrúmsloftið losnuðu gróðurhúsalofttegundir sem jafngilda rúmlega 1.585 tonnum** af CO2. Það samsvarar ársnotkun á 528 fólksbílum (m.v. 3 tonn losun á fólksbíl) sem er samsvarandi akstri allra bifreiða ÁTVR í 12 ár. Vigtaður blandaður úrgangur er 24,8 tonn sem gerir 70 kg á stöðugildi. Til samanburðar eru 187 kg á hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins í orkutunnunni.

98% af Vínbúðum m.v. lítrasölu eru með vigtaðan úrgang. Því má áætla að heildarumfang úrgangs sé 307 tonn, rúmlega 25 tonn urðuð og 281 endurunnin. Heildarlosun CO2 vegna urðaðs úrgangs er 15 tonn.*

Fjárhagslegur ávinningur er að því að flokka úrgang. Ef fyrirtækið þyrfti að greiða förgunargjöld fyrir allan úrgang væri kostnaður tæpar 5 milljónir, en í staðinn fær fyrirtækið tekjur upp á tæpar 2 milljónir fyrir sölu á pappír og plasti. Endurvinnsluhlutfall fyrirtækja á Íslandi er undir 50% og því liggja mikil verðmæti í sorpinu.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 12 - Ábyrg neysla, er eitt af mikilvægustu markmiðum ÁTVR. Stefnt var að 93% endurvinnsluhlutfalli úrgangs og það náðist ekki. Markmiðið verður óbreytt fyrir næsta ár. Markmiðið er að ná 98% endurvinnsluhlutfalli árið 2030. Innleiðing á Grænum skrefum í ríkisrekstri er mikilvægur þáttur til að ná þessum áfanga.

* Blandaður úrgangur margfaldaður með stuðlinum 0,58. Magn CO2 í urðuðum úrgangi er úr LCA forriti Eflu, Gabí (meðaltalstala frá Frakklandi, Bretlandi, Finnlandi og Noregi)

** Bylgjupappi er margfaldaður með CO2-ígldis stuðlinum 6,71, plastumbúðir með stuðlinum 0,433, lífrænt til moltugerðar með 2,754 og grófur úrgangur og önnur flokkun með 1,6. Miðað er við að viðbótavinna tækja sem valda útblæstri koldíoxíðs sé sambærileg hvort sem bylgjupappinn og pappírinn er fluttur á urðunarstað til urðunar eða fluttur úr landi til endurvinnslu. Metan er margfaldað með stuðlinum 25. Heimild: Guidelines for the use of LCA in the waste management sector, eftir Helgu J. Bjarnadóttur, Guðmund B. Friðriksson o.fl.

Úrgangur - Kolefnisspor ÁTVR

Úrgangur - Kolefnisspor ÁTVR

Loftlagsmarkmið
GRI 305-4


STYRKUR Á LOSUN GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA (GHL)

Bein losun minnkaði um 11% milli ára þegar miðað er við fjölda starfsfólks.

Heildarlosun koltvísýrings þar sem ÁTVR hefur bein áhrif er 128 tonn. Það gerir 362 kg af koltvísýring á hvern starfsmann.

Óbein losun er 2.530 tonn af koltvísýring sem eru um 7,1 tonn á hvern starfsmann. Heildarlosun minnkaði þrátt fyrir söluaukningar lítrasölu og er samdráttur losunar um 7% sé m.v. stöðugildi.

Heildar kolefnisspor ÁTVR er því 2.658 tonn, en þar sem það vantar að reikna lífsferil vörusafns, mötuneytis og rekstrarvara er þetta því ekki endanleg tala.

Losunartölur samanburðarára hafa breyst milli ára vegna nýrra upplýsinga við útreikninga.

Loftlagsmarkmið GRI 305-4

ÁTVR kolefnisjafnar allan beinan útblástur, 128 tonn og flug 22 tonn, alls 150 tonn. ÁTVR bindur 4 tonn en 146 eru kolefnisjöfnuð hjá Kolvið og Votlendissjóðnum. Kostnaðurinn við það er 358.000 krónur sem samsvarar því að gróðursett séu 1.164 tré og fyllt upp í 158 metrar af skurði.

Þar sem flug er keypt frá þriðja aðila þá verður til jákvætt sótspor (e positive karbon footprint). Með því stuðlum við að sjálfbærum rekstri.

* 1 bein áhrif: 305-1
2 óbein áhrif: 305-2
3 óbein áhrif: 305-3

Útblástur bifreiða til 2030

Útblástur bifreiða til 2030

Bein losun til 2030

Bein losun til 2030