Alþjóðaveðurfræðistofnunin varar við því að loftslagið sé að breytast hratt. ÁTVR er eitt af 104 fyrirtækjum sem tekur þátt í metnaðarfullu verkefni með Festu og Reykjavíkurborg um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.
Við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að:
- draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
- minnka myndun úrgangs
- innleiða sjálfbærni í ferla fyrirtækisins
- mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta
40% samdráttur í útblæstri
Markmið ÁTVR er að draga úr notkun bifreiða og nýta vistvænustu bíla sem verða í boði í framtíðinni. Stefnt er að því að útblástur minnki um 40% fyrir árið 2030 miðað við árið 2016. Eða 3,2% að meðaltali á ári.
ÁTVR kolefnisjafnar einnig allan beinan útblástur. Þar sem flug er keypt frá þriðja aðila þá verður til jákvætt kolefnisfótspor (e positive carbon footprint). Með því stundum við sjálfbæran rekstur.
Úrgangur hjá Vínbúðunum árið 2022
Einn liður í að taka á loftslagsvandanum er að minnka úrgang og flokka. ÁTVR hefur síðustu ár unnið markvisst að því að flokka og stefnir á 98% endurvinnsluhlutfall árið 2030.
Árið 2016 voru tæp 30 tonn urðuð með tilheyrandi loftslagsmengun. Náist 98% endurvinnsluhlutfall árið 2030 verður hlutfallið 8 tonn af úrgangi sem fer í urðun eða brennslu.
Markmið – endurvinnsluhlutfall 88%: Náðist ekki.
Fyrirtækið hefur haft úrgangsþríhyrninginn að leiðarljósi, en hann sýnir okkur að það er síðasti kostur að senda úrgang í urðun eða förgun.
- Lágmörkun úrgangs - Kemur í veg fyrir að úrgangurinn myndist eða að draga úr magninu eins og kostur er. ÁTVR hefur hætt að nota einnota drykkjarumbúðir, boðið margnota burðapoka, innleitt rafræna reikninga.
- Endurnotkun - Endurnotkun er m.a. það þegar unnt er að nota vöru sem hráefni í sama framleiðsluferli án nokkurrar forvinnslu. ÁTVR hefur gefið þriðja aðila hluti. T.d. Góði hirðirinn og í söfn. Bretti eru seld og endurnýtt. Einnig eru kassar úr bylgjupappír teknir sundur og sendir til viðkomandi birgja.
- Endurvinnsla - Varan er hreinsuð, brotin niður eða forunnin á annan hátt til að nýtast sem hráefni. Til endurvinnslu frá áramótum: 268 tonn. Auk þess fylgist fyrirtækið með endurvinnslu drykkjarumbúða.
- Urðun eða brennsla - 36 tonn.
Förgun - Málning, spilliefni
Sjá nánar í ársskýrslu 2022
Loftslagsmál og kolefnisbókhald
Losun
ÁTVR gerir sér grein fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum eru staðreynd. Með því að skrifa undir yfirlýsingu um loftslagsmál skuldbindur fyrirtækið sig til að draga úr þeim í starfsemi sinni.
Allur beinn útblástur er kolefnisjafnaður
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 13, Verndun jarðarinnar, er hér í öndvegi.
Allur beinn útblástur sem er 141 tonn og flug 13 tonn, er kolefnisjafnað, alls 154 tonn.
Gerð var loftlagsstefna og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og tók hún gildi um áramótin en allar stofnanir ríkisins og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins þurfa að setja sér loftslagsstefnu.
Sjá aðgerðaráætlun í loftlagsmálum einkasölunnar meðal Norðurlandanna.
Á súluritinu hér fyrir neðan eru loftslagsmarkmið ÁTVR til ársins 2030. Markmiðið er að draga úr beinni losun um 40% miðað við árið 2016.
Bein losun til 2030
Losunarsvið 1
Losunarsvið 3, óbein losun
Öll bein losun er kolefnisjöfnuð hjá Kolviði og kolefnisforðun hjá SoGreen.
ÁTVR hefur reiknað kolefnisspor rekstrarins og er það 24.988 tonn CO2-ig. Langstærsti hlutinn er í aðfangakeðjunni, umfangi 3. eða rúm 99%.
Nánari upplýsingar í ársskýrslu