Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Komdu með skilríki frekar en afsakanir

13.06.2014

Enn og aftur minna Vínbúðirnar á sig sem samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Auglýsingaherferðin "Komdu með skilríki frekar en afsakanir" fjallar um þær afsakanir sem fólk reynir að nota þegar það getur ekki framvísað umbeðnum skilríkjum í Vínbúðunum okkar. Markmiðið er minna á mikilvægi þess að muna eftir skilríkjunum og að fólk sé jákvætt þegar spurt er um þau. Við undirbúning var byggt á reynslu starfsfólks, en auglýsingarnar eru í léttum dúr og leikkonan Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Gulla, snýr nú aftur í hlutverki afgreiðslukonunnar sem sló í gegn í Bíddu- herferðinni. 

 

Hér getur þú skoðað sjónvarpsauglýsingarnar: