Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Hvaða lögbrot finnst þér í lagi að fremja?

17.09.2007

Hvaða lögbrot finnst þér í lagi að fremja?

"Hvaða lögbrot finnst þér í lagi að fremja?" er herferð sem ÁTVR vann í samstarfi við SAMAN hópinn. Tilgangur herferðarinnar er að letja foreldra í að kaupa áfengi fyrir unglingana sína og fræða þá um þær skaðlegu afleiðingar sem það getur haft í för með sér. Um er að ræða plaköt og kort sem foreldrar og aðrir áhugasamir geta tekið með sér heim til að kynna sér efnið betur.