Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ef þú bara...

13.10.2010

Ef þú bara...

Vínbúðirnar hafa í samstarfi við Umferðarstofu og Vegagerðina birt auglýsingarnar "Ef þú bara..". Auglýsingarnar eru upphaflega frá árinu 2003, en þeim er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ýmsa áhættuþætti í umferðinni, en Vínbúðirnar tóku þátt í þeim hluta sem snýr að ölvunarakstri.

Í auglýsingunum er hnitmiðuðum texta tvinnað saman við áhrifaríkt myndmál til að leggja áherslu á hinar hörmulegu afleiðingar umferðarslysa. Það er engin tilviljun að sjónum er beint að afleiðingum slysanna enda hefur sýnt sig að slík skilaboð hafa meiri áhrif en auglýsingar sem eingöngu vísa í boð og bönn.

Auglýsingarnar er hægt að skoða á vef Samgöngustofu.