Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Bara einn er einum of mikið

09.12.2014

Í mars 2014 fór af stað herferð gegn ölvunarakstri frá Vínbúðinni og Samgöngustofu.  Herferðinni er ætlað að leggja áherslu á nauðsynlega viðhorfsbreytingu og samfélagslega ábyrgð okkar allra þegar kemur að því að sporna  gegn ölvunarakstri. 

Grunnurinn að herferðinni byggir á viðhorfskönnun sem gerð var fyrr á árinu, en þar kom í ljós að þriðjungur ökumanna hérlendis hefur ekið undir áhrifum áfengis fyrripart ársins 2014. Af þessu háa hlutfalli má draga þá ályktun að öll þekkjum við einhvern sem ekið hefur undir áhrifum; sem svo aftur leiddi okkur að spurningunni: „Er það EINN af þínum vinum?“ Með spurningunni viljum við vekja fólk til umhugsunar og hvetja það til ábyrgðar. Við þurfum að sýna samfélagslega ábyrgð til að sporna gegn ölvunarakstri – við þurfum að skerast í leikinn.

Við viljum minna á að þeir sem slasast og láta lífið vegna ölvunaraksturs eru ekki bara eitthvað fólk, heldur eru þau öll ástvinir einhverra; vinir, börn, systkini og foreldrar. Skilaboðin eru einföld; við verðum að passa upp á okkur sjálf – en líka upp á hvort annað.

Hér má sjá auglýsinguna