Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Aktu aldrei undir áhrifum

01.10.2007

Aktu aldrei undir áhrifum

Fyrir verslunarmannahelgi 2004 hófust sýningar á auglýsingunni Hvað þarf til þess að stoppa þig? sem var gerð í samstarfi milli ÁTVR og Umferðarstofu. Auglýsingarnar höfðu það að markmiði að koma í veg fyrir ölvunarakstur. Auglýsingarnar voru birtar í sjónvarpi, útvarpi, í dagblöðum og á auglýsingaskiltum í biðskýlum strætisvagna. Um var að ræða beinskeyttar auglýsingar sem hafa skýran þann afgerandi boðskap, að það er lífshættulegt að aka undir áhrifum áfengis. Þetta var í fyrsta sinn sem ÁTVR kom með þessum hætti að forvarnastarfi.

Hugmyndin að baki auglýsingaherferðinni "Hvað þarf til að stoppa þig?" var sú að tefla saman rauðum lit og svarthvítu myndmáli til að vekja athygli á hættunni sem fylgir ölvunarakstri, og hvernig ómögulegt er að sjá fyrir hvað gerist og hvert hugsanlegt fórnarlamb verður. Rauði liturinn birtist í rauðvíninu sem vinahópurinn drekkur og er fyrsta merkið um að nú skuli ekki aka, í umferðarljósum og skiltum sem vara við hættu og reyna að að stöðva ökumanninn. Rauði liturinn snýr svo aftur sem blóð þegar óhappið verður og að lokum í rauðri rós sem ökumaðurinn leggur á leiði vinar síns sem hann drap með óaðgætni sinni
- hann stöðvaði ekki í tæka tíð.

 Aktu aldrei undir áhrifum - skál Aktu aldrei undir áhrifum - rós Hvað þarf til að stoppa þig - rúða Hvað þarf til að stoppa þig - spegill Aktu aldrei undir áhrifum