Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Að kaupa vín er ekkert grín

01.10.2007

Að kaupa vín er ekkert grín

Í júlí 2007 var hrint af stað átaki í þeim tilgangi að auka skilning viðskiptavina á mikilvægi þess að hafa skilríki sín meðferðis í Vínbúðina og hvetja þá til að sýna þau að fyrra bragði. Á starfsfólki vínbúða hvílir sú skylda að ganga úr skugga um að viðskiptavinir hafi aldur til að kaupa áfengi.
 
Aðaltákn herferðarinnar var hið alþekkta og skoplega tákn fyrir dulargervi: Gleraugu, nef og skegg. Í tengslum við það voru settar fram skemmtilegar setningar á borð við:

  • “Það er ekkert grín að kaupa vín”,
  • “Vertu þú sjálf(ur)”,
  • “E ... ég virðist hafa gleymt veskinu úti í bíl” og
  • “Kötturinn minn át skilríkin, akkúrat í morgun ...”

...svo dæmi séu tekin. Þessi skilaboð voru sett fram á upphengiefni í vínbúðum, í blaðaauglýsingum og á þeim vefsíðum sem höfða til yngri hópa. Þannig var markmiðið að fæla frá þau ungmenni sem ekki hafa náð tvítugsaldri og búa jafnframt aðra undir að framvísa skilríkjum á jákvæðan og skemmtilegan hátt.