Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Jafnréttisáætlun

Leiðarljós

Að allt starfsfólk ÁTVR njóti sömu virðingar og hafi jafna stöðu innan fyrirtækisins.

Tilgangur og markmið
Markmið jafnréttisáætlunar ÁTVR er að stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnri stöðu þeirra og virðingu. ÁTVR leggur áherslu á að allir fái notið sín án tillits til kynferðis, kynþáttar, trúarbragða, aldurs eða búsetu. Jafnréttisáætlun ÁTVR byggir á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

ÁTVR telur mikilvægt að unnið sé að jafnrétti með því að nýta til jafns þann auð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum kvenna og karla. Meðal annars verði unnið gegn viðhorfum sem leiða til aðstöðumunar kvenna og karla.

Fylgja skal Gæðahandbók ÁTVR og meginskjölum 01.01.06 Jafnréttisáætlun, 01.01.07 Jafnlaunastefna, 01.01.12.Mannauðsstefna ÁTVR og 01.01.05.Siðareglur ÁTVR.

Launajafnrétti
Við ákvörðun launa skal gæta fyllsta jafnréttis. Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt eða sambærileg störf. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismun. Starfsfólki er ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum.

Við ákvörðun starfskjara skal tryggt að þau viðmið sem lögð eru til grundvallar þeirri ákvörðun feli ekki í sér kynjamismun. Það gildir jafnt um lífeyrisframlag, lengd orlofs eða veikindaréttar eða hvers konar önnur starfskjör sem hægt er að meta til fjár.

 

Markmið

Aðgerð 

Ábyrgð 

Tímarammi

Viðmið við ákvörðun launa og annarra starfskjara skulu ekki fela í sér kynjamismunun

Við ráðningar og framgang í starfi verði þess gætt að einstaklingum sé ekki mismunað vegna kynferðis

 

 

 

Jafnlaunakerfi er innleitt og því viðhaldið (ÍST 85:2012)

 

 

 

Jafnlaunakerfi tekið út af vottunaraðilum

 

 

 

Innri úttektir jafnlaunakerfis

 

Lagalegar kröfur yfirfarnar og tryggt að farið sé eftir þeim skv VER 03.08.03 Kröfur jafnlaunakerfis og mat á hlítingu

Framkvæmdastjórar og mannauðsstjóri

 

 

Aðstoðarforstjóri og mannauðsstjóri 

 

 

 

 

 

 

Framkvæmdastjórar

 

 

 

 

 

 

Gæðastjóri

 

 

 

 

Mannauðsstjóri

 

 

Lokið í byrjun hvers mánaðar

 

 

 

Innleiðingu lauk haust 2018

Rýni stjórnenda árlega.

 

 

 

Þriðja hvert ár eftir að innleiðingu er lokið

 

 

 

Árlega

 

 

Árlega

 

 

Launamunur skal vera undir 3% Launagreiningar gerðar reglulega og brugðist við skv VER 03.08.05 Frábrigði, úrbætur og forvarnir ef meiri munur kemur í ljós Framkvæmdastjórar Árlega
Allt starfsfólk skal upplýst um að jafnlaunakerfi er innleitt og því viðhaldið í fyrirtækinu Upplýst á starfsmannafundum og/eða innri vef fyrirtækisins um úttektir á jafnlaunakerfinu.

Upplýst í atvinnuviðtali og/eða við ráðningu nýs starfsfólks
Framkvæmdastjórar Mannauðsstjóri
Eftir hverja úttekt vottunaraðila

Þegar nýtt starfsfólk er ráðið
Jafna skal hlutfall kynja í stjórnendastörfum Ef stjórnunarstarf losnar skal gæta að jafnri stöðu kynja við ráðningu Framkvæmdastjórar og mannauðsstjóri Þegar stjórnendastarf losnarEftir innleiðingu á jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012 haustið 2018, hlaut ÁTVR jafnlaunavottun til þriggja ára frá BSI á Íslandi og í framhaldi heimild til að nota jafnlaunamerki Jafnréttisstofu. 

Jafnlaunastaðallinn gefur fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að koma upp, innleiða, viðhalda og bæta stjórnun jafnlaunamála hjá sér og afla sér vottunar um að konur og karlar sem þar starfa njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. 

 

 

Laus störf, starfsþjálfun og starfsþróun

Jafnréttissjónarmið skulu metin við ráðningar og þess gætt að jafna hlut karla og kvenna í mismunandi störfum.

ÁTVR gerir nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar, starfsþjálfunar og starfsþróunar.

Tryggja skal að allt starfsfólk óháð kyni geti sótt námskeið sem haldin eru sérstaklega til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf.

Gæta skal jafnréttis hvað varðar ábyrgð og þátttöku starfsfólks í starfshópum og nefndum.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Laus störf hjá ÁTVR skulu standa opin jafnt konum sem körlum Taka saman kynjahlutföll mismunandi starfshópa. Ef það er ójafnt þá er þess gætt sérstaklega við ráðningar Mannauðsstjóri Lokið í febrúar ár hvert
Karlar og konur skulu hvött til jafns að sækja um laus störf Þess gætt að bæði kynin eru höfð í huga við gerð auglýsinga. Í auglýsingum kemur fram að tekið sé mið af jafnréttisáætlun við ráðningar Mannauðsstjóri Við gerð auglýsinga þegar störf losna
Konur og karlar skulu hafa sömu möguleika til strafsframa. Tryggt verði að konur og karlar njóti sömu möguleika til starfsþjálfunar og starfsþróunar sem er hugsuð til að auka hæfni í starfi eða undirbúning öðrum störfum Starfsfólk hvatt til jafns til starfsþróunar

Bæði kyn hvött til að sækja framhaldsnám í Vínskólann. Halli á annað kynið fari fram greining og starfsfólk hvatt til náms
Framkvæmdastjórar og mannauðsstjóri Við mat á þörfum fyrir starfsþróun og gerð fræðsluáætlunar ár hvert
Öll starfsþróun og starfsþjálfun skal vera aðgengileg báðum kynjum Árlega er greint hver sókn karla og kvenna í sambærilegum störfum er í starfsþróun og starfsþjálfun Framkvæmdastjórar og mannauðsstjóri Við upphaf og lok starfsmannasamtala ár hvert
Vinna á markvisst að því að jafna fjölda kvenna og karla í nefndum og vinnuhópum Við val á starfsfólki í nefndir og vinnuhópa skal gæta að kynjasamsetningu hópsins sérstaklega Framkvæmdastjórar, mannauðsstjóri í samvinnu við jafnréttisfulltrúa Gert við val í hópa og nefndir

 

 

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs
ÁTVR skal gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Þessar ráðstafanir skulu miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma. Taka skal tillit bæði til fjölskylduaðstæðna starfsfólks og þarfa fyrirtækisins. Þar með talið að starfsfólk eigi auðveldara með að koma til starfa eftir fæðingarorlof, foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna.

Starfssemi ÁTVR krefst þess að starfsfólk sinni verkefnum sínum á ýmsum tímum dagsins og ársins. Með það að leiðarljósi er skipulag vinnutíma starfsfólks og starfshlutföll skipulögð þannig að síður myndist togstreita á milli einkalífs og vinnu og jafnvægi þar á milli sé eins og best verður á kosið. ÁTVR stefnir markvisst að því að draga úr yfirvinnu starfsfólks eins og kostur er með hagkvæmu skipulagi vinnunnar. Kynna skal starfsfólki stefnu fyrirtækisins varðandi sveigjanleika, svo það hafi tök á að semja um slíka vinnutilhögun.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Skipulag vinnutíma skal vera fyrirsjáanlegt, þannig að hægt sé að samhæfa fjölskyldulíf og starf Starfsfólk ÁTVR skal eiga kost á sveigjanlegum vinnutíma eftir því sem unnt er. Þannig skal starfsfólki auðveldað að samræma fjölskylduábyrgð og starf Framkvæmdastjórar og mannauðsstjóri Kynning fari fram við upphaf starfs og upplýsingar aðgengilegar í gæðahandbók og á innra neti fyrirtækisins
Að ýta undir að báðir foreldrar nýti þann rétt sem þeir eiga til foreldra- og fæðingarorlofs og leyfis vegna veikinda barna Kynin séu til jafns hvött til að nýta sé réttindi sín til foreldra- og fæðingarorlofs. Réttur til leyfis vegna veikinda barna aðgengilegur og beint til beggja kynja Daglegir stjórnendur, mannauðssvið Þegar væntanleg fæðing er tilkynnt eða þörf vegna veikinda eða aðrar fjölskylduaðstæður koma upp
Draga úr yfirvinnu og sjá til þess að hún standi báðum kynjum til boða og taki mið af fjölskylduaðstæðum Skipulag vinnutíma skal taka mið af því að ekki verði um óeðlilega mikla yfirvinnu að ræða hjá starfsfólki Daglegir stjórnendur Við skipulagningu vinnu

 

Einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni
Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu. Jafnframt skal starfsfólk ávallt sýna samstarfsfólki kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti, ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni verða undir engum kringumstæðum liðin á vinnustaðnum. Meðvirkni starfsfólks í slíkum málum er óásættanleg.

Einelti, ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni eru skilgreind svo í 3. gr. reglugerðar um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015:

Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta.

Ofbeldi: Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamslegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis.

Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Farið er eftir verklagsreglu í gæðahandbók í viðbrögðum við einelti: 03.01.11 . Áætlun ÁTVR gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Markmið

Aðgerð 

Ábyrgð 

Tímarammi 


Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni verða ekki liðin hjá  ÁTVR.

Verklagsreglu í gæðahandbók er fylgt þegar ábending berst um einelti, kyndbundið ofbeldi, kynbundna áreitni eða kynferðislega áreitni. Verklagsreglan skal vera öllum aðgengileg og kynnt við upphaf starfs.

03.01.11 . Áætlun ÁTVR gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi

Framkvæmdastjórar, daglegir stjórnendur og mannauðsstjóri. 

Áætlun og verklagsreglan 03.01.11 . Áætlun ÁTVR gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi er kynnt nýju starfsfólki við upphaf starfs og þegar ábendingar koma fram um slíkt. 

 

Greining tölfræðiupplýsinga

Við alla upplýsingaöflun, úrvinnslu og miðlun skal ÁTVR eins og mögulegt er greina tölfræðilegar upplýsingar eftir kynjum, eftir því sem þýðingu hefur og ekki stangast á við persónuverndarhagsmuni, sbr. 16. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Að tölfræðiupplýsingar séu greindar eftir kyni Liður í jafnréttisstarfi ÁTVR verði greining eftir kyni í GRI sjálfbærnivísum í ársskýrslu sé því viðkomið. Kanna í kjölfarið hvort úrbóta sé þörf Framkvæmdastjórar, árangursstjórnun og mannauðsstjóri Árlega í ársskýrslu ÁTVR


Eftirfylgni
Jafnréttisáætlun þessa ber að endurskoða á þriggja ára fresti. Árlega skal fara yfir markmið, aðgerðir og niðurstöður verkefna með framkvæmdastjórum og helstu stjórnendum.

Markmið Aðgerð Ábyrgð Tímarammi
Sannreyna hvort jafnréttisáætlun skili tilætluðum árangri. Meta hvort markmið áætlunar séu raunhæf og hvort starfsfólk hafi nýtt sér tækifæri sem áætlun felur í sér Vinnustaðagreining/áhættumat þar sem tekið er tillit til markmiða og verkefna áætlunarinnar Framkvæmdastjórar og mannauðsstjóri í samvinnu við jafnréttisfulltrúa Lokið í október annað hvert ár, fyrst 2014
Jafnréttisáætlun þessi er í sífelldri þróun Endurskoðun og þróun áætlunar með hliðsjón af reynslu og fyrirliggjandi greiningum Framkvæmdastjórar og mannauðsstjóri í samvinnu við jafnréttisfulltrúa Lokið 3 mánuðum áður en gildistími eldri áætlunar rennur út

 

Hlutverk og verkefni jafnréttisfulltrúa
Jafnréttisfulltrúi skal fylgja jafnréttismarkmiðum og áætlun fyrirtækisins eftir og vera ráðgefandi fyrir stjórnendur og starfsfólk. Jafnréttisfulltrúi skal árlega gera úttekt á framkvæmd þessarar áætlunar og skila greinagerð um hversu vel hefur tekst til.
Jafnréttisfulltrúi skal vinna eftir þeim verkefnum sem tiltekin eru í áætlun og getur skipað til þess nefnd úr hópi stjórnenda, mannauðssviðs og annars starfsfólks sér til aðstoðar. Gæta skal jafnréttis við skipun nefndarinnar. Jafnréttisfulltrúi skal vera tilnefndur af framkvæmdaráði og skipaður af forstjóra til tveggja ára í senn.

Gildissvið
Jafnréttisáætlun þessi er í gildi fyrir allt starfsfólk ÁTVR.

Jafnréttisáætlunin er í gildi frá 1. nóvember 2019