Markmið jafnlaunastefnu er að allt starfsfólk ÁTVR hljóti jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, óháð kyni, þjóðerni eða öðrum órökstuddum þáttum.
Framkvæmdastjóri menningar og mannauðs og ber ábyrgð á jafnlaunakerfi ÁTVR sem nær til alls starfsfólks. Kerfið skal uppfylla gildandi lög og reglur og körfur ÍST 85:2012 staðalins.
ÁTVR skuldbindur sig til að:
• Viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi sem byggir á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 og tryggja að kerfið feli í sér stöðugar umbætur.
• Fylgja viðeigandi lögum, reglum, kjarasamningum og öðrum kröfum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega að farið sé að þeim.
• Framkvæma launagreiningu árlega þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf og meta sérstaklega niðurstöður um launamun kynjanna.
• Bregðast við niðurstöðum launagreininga og gera áætlun umúrbætur. .
• Kynna starfsfólki niðurstöðu launagreiningar hvað varðar kynbundinn launamun.
• Gera innri úttekt og stjórnendur rýni árangur jafnlaunakerfis árlega.
• Kynna stefnuna öllu starfsfólki.
• Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu fyrirtækisins.
Stefnan er í gildi frá 1. janúar 2026