Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Vínbúðin Álfrún verður opin lengur

29.09.2022

Vínbúðin Álfrún í Hafnarfirði verður opin lengur frá og með mánudeginum 3. október. Opið verður alla virka daga frá 10-20, en áfram verður opið á laugardögum frá 11-18. Vínbúðin er þar með orðin sú fjórða sem er opin lengur, en Vínbúðirnar í Skeifu, Skútuvogi og á Dalvegi hafa einnig sama opnunartíma. Aðrar Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru opnar mánudaga til fimmtudaga frá 11-18, föstudaga 11-19 og laugardaga 11-18.

Sjá hér opnunartíma Vínbúða