Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Viltu kaupa heilan kassa?

09.09.2020

Í Vefbúðinni er nú hægt að sjá í hvaða einingum hægt er að kaupa hverja vöru. Þannig er auðveldara að átta sig á hagkvæmustu pakkningastærðum t.d. þegar verslað er í Vefbúðinni.

Ákveðnar bjórtegundir koma 10 saman í kassa, á meðan aðrar eru 12 saman ef kaupa á heilan kassa og svo framvegis. Einnig er misjafnt hvort léttvín séu 6, 12 eða fleiri saman ef kaupa á í kassavís. Alltaf er hægt að kaupa vörur í stykkjatali, en þessar upplýsingar eru einungis til þæginda fyrir þá sem vilja heila kassa af vörunni.

Upplýsingarnar er að finna í vöruspjaldi hverrar vöru (ef smellt er á heiti vöru í vörulistanum í Vefbúðinni).