Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Verslum fyrri hluta vikunnar

12.03.2020

Að jafnaði koma flestir viðskiptavinir í Vínbúðirnar seinnihluta dags á föstudögum og laugardögum. Viðskiptavinir Vínbúðanna eru beðnir um að hafa þetta í huga og hvattir til að velja rólegri tíma til að koma við í Vínbúðunum ef þeir hafa tök á, þ.e. fyrri hluta dags og fyrri hluta vikunnar. Með því minnkar áhættan bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk í baráttunni við útbreiðslu á COVID-19. 

Einnig er viðskiptavinum bent á að snertilausar greiðslulausnir eru betri kostur en að greiða með peningum. Þannig fækkum við mögulegum smitleiðum.