Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Ungt fólk sýni skilríki að fyrra bragði

12.12.2022

Mikilvægur þáttur í samfélagslegri ábyrgð Vínbúðanna er að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri og því er starfsfólk þjálfað í að spyrja yngstu viðskiptavinina um skilríki.  Til að efla starfsfólk í skilríkjaeftirliti eru hulduheimsóknir framkvæmdar af óháðum aðila í öllum stærri Vínbúðum þ.e. á höfuðborgarsvæðinu á Selfossi, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Að jafnaði eru þrjár til fimm heimsóknir í mánuði í hverja Vínbúð. Allir aðilar sem framkvæma hulduheimsóknirnar eru á aldrinum 20 – 24 ára. Árangur þeirra fór niður á Covid árunum en er nú á uppleið og er 83% það sem af er ári, en markmið Vínbúðanna er 90%.  Almennt hafa viðskiptavinir skilning á þessum mikilvæga þætti í starfseminni og sýna skilríki með ánægju þegar um það er spurt. Vínbúðirnar hvetja unga viðskiptavini til að sýna skilríki að fyrra bragði, það flýtir almennt fyrir afgreiðslu sem er mikilvægt nú þegar einn annasamasti tími ársins er framundan.