Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Þorrabjórinn 2023

12.01.2023

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að bóndi skuli bjóða þorra velkominn með því meðal annars að vera berfættur, fara í aðra buxnaskálmina og hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn. Hugsanlega hefur þessi siður ekki verið langlífur, en íslendingar hafa engu að síður í gegnum tíðina fagnað þorranum með því að gera vel við sig í mat og drykk þar sem hinn alræmdi þorramatur spilar stórt hlutverk.

Bjórframleiðendur hafa ekki látið sitt eftir liggja og taka þátt í hátíðarhöldunum með því að bjóða upp á árstímabundna bjóra fyrir tilefnið. Sala á þorrabjór og öðrum þorravörum hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 12. janúar en upphaf þorrans er á Bóndadaginn, föstudaginn 20 janúar. 

Hægt er að sjá hér á vinbudin.is hvað er í boði hverju sinni og hægt að sjá í hvaða Vínbúð hver tegund fæst.  Flesta þorrabjóra verður hægt að kaupa í Vefbúðinni, en sumar árstímabundnar vörur koma til okkar í mjög takmörkuðu magni og því alltaf einhverjar tegundir sem klárast fljótt. Sölutímabili þorra lýkur svo 18. febrúar.

Gleðilegan þorra!