Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Þorrabjór 2024

15.01.2024

Nú er þorrinn á næsta leiti og sala hafin á þorrabjór í Vínbúðunum, en upphaf þorrans er á bóndadaginn, föstudaginn 26. janúar. 
Í ár er áætlað að um 25 tegundir af þorravöru verði í boði yfir tímabilið, langflestar vörurnar bjór, en einnig brennivín.

Hægt er að kynna sér úrvalið og sjá í hvaða Vínbúðum hver tegund fæst hér á vefnum. Sölutímabili þorrabjórs lýkur svo við upphaf Góu, eða 24. febrúar.


Gleðilegan þorra!