Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Skelfisk-uppskriftir á vinbudin.is

21.06.2021

Á uppskriftasíðu Vínbúðanna er að finna fjölbreyttar og girnilegar uppskriftir og nú sex glænýjar uppskriftir af skelfiskréttum frá VON mathúsi.

Vínsérfræðingar Vínbúðanna gefa ráð um vínval með hverjum rétti, en þegar velja á hvítvín með skelfisk eru nokkur atriði sem ágætt er að hafa í huga. Skelfiskur er að öllu jöfnu bragðlítill og er það því matreiðslan sem hefur mikil áhrif á bragð og byggingu réttarins. Það er ekki aðeins grill, panna, ofn eða pottur sem hefur áhrif heldur einnig innihaldsefni réttarins eins og sítróna eða rjómi þar sem sýra og fita skipta máli fyrir pörun víns og matar.

Hvítvín og skelfiskur - uppskriftir og fróðleikur