Sleppa valmynd og fara beint í meginmál

Sjö afhendingarstaðir auk Vínbúðanna

25.03.2024
Í Vefbúðinni getur þú skoðað úrvalið í rólegheitum, pantað vörur og fengið sendar í Vínbúðina þína - án endurgjalds. Einnig er hægt að sækja samdægurs í vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi (ef pantað er fyrir kl. 14). Í vörulistanum hér á vinbudin.is finnur þú allt það vöruval sem er í sölu í Vínbúðunum á hverjum tíma, en einnig er auðvelt að sérpanta þær vörur sem ekki eru til í hillum Vínbúðanna. 
 
Einnig er hægt að sækja pantanir á sjö skilgreindum afhendingarstöðum, en tilgangur þeirra er að þjóna þeim sem ekki eru nálægt Vínbúð. Þessi þjónusta er einnig án aukakostnaðar og hugsuð til að bæta enn frekar þjónustu við þá sem búa langt frá Vínbúð og einnig þeim sem eru á ferðalagi.  Afhendingarstaðirnir bætast þannig við núverandi afhendingu í öllum Vínbúðum landsins og vöruafgreiðslu á Stuðlahálsi. 
 
Afhendingarstaðirnir eru:
- Búðin - Borgarfirði eystri
- Gunnubúð – Raufarhöfn
- Jónsabúð – Grenivík
- Búðin – Grímsey
- Hríseyjarbúðin – Hrísey
- Vegamót – Bíldudal
- Hamona – Þingeyri
 
Opnunartíma afhendingarstaða, auk Vínbúðanna er að finna hér á vinbudin.is.